Í allri umræðunni um að Ísland eigi að vera brautryðjandi í umhverfisvernd í Evrópu eða öllum heiminum þá finnst mér að þingmenn eigi að fara að taka til í landinu.

Það er alltaf sagt að það sé svo vistvænt og það mengi ekki að byggja virkjanir, en er það ekki sjónmengun að fylla dali með vatni og svo ekki sé talað um allt dýralífið sem hverfur. Og svo erum við að fylla landið með stóriðjum um allt land sem á að bjarga landanum frá glötun sem mér finnst vera alveg út í hött og ekki hef ég séð nein almennileg rök fyrir þessum stóriðjum nema að þingmenn eru að kaupa sér atkvæði.

Eitt sem ég ekki skil er það að af hverju er ekki byggðar hérna vindmyllur eins og í danmörku og af hverju eru danir á undan okkkur í virkjun á rafmagni úr sjó. En það gera þeir með einhverri maskínu sem framleiðir orku úr öldunni (veit ekki hvernig)
Ég geri mér grein fyrir því að danir hafa ekki fossa eins og við en þeir hafa ekki heldur rok og vond veður. En samt vinna þeir orku úr vindi, það ætti ekki að vera neitt minni sjónmengun frekar en uppustöðulón að setja vindmyllur hérna og svo má setja þetta út á haf og fá þannig stöðuga orku fyrir þau landsvæði sem ekki eiga eins auðvelt með að nálgast rafmagn.

Eins finnst mér að þau faratæki sem eru vistvæn og menga ekki ummhverfið eigi ekki að bera neina tolla eða vörugjöld, t.d reiðhjól (hef ekki upplýsingar um hve mikinn toll þau bera) eiga að vera undanþegi tollum. Eins og gert er með rafmagnsbílana en ég held að þeir beri minni tolla en bensínbílar.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.