Las eftirfarandi á mbl.is

Hnefaleikari lést eftir bardaga
Nítján ára gamall bandarískur hnefaleikari lést af völdum heilaáverka um helgina eftir að hafa sigrað í fyrsta bardaga sínum sem atvinnumaður. Hann vann bardagann með rothöggi í fyrstu lotu og fagnaði með því að klifra upp á kaðlana. Þegar hann fór aftur niður í hringinn og ætlaði að ganga í horn sitt hné hann niður og lést síðar á sjúkrahúsi.

Pilturinn hét Cresencio Mercado og er fæddur í Mexíkó. Hann keppti í fjaðurvigt í Pueblo í Colorado

Hvað segja boxáhugamenn um þetta? Er þetta óheppni eða tilviljun? Ég vil ekki móðga ykkur heldur bara fá að vita hvað þið hafið um málið að segja.