HALLÓ ÍSLANDSPÓSTUR.


Mér er ofboðið.
Hvað þá? kunna menn að spyrja.
Útaf hverju, hvað hefur þú að segja?
Ég skal segja ykkur það.
Það er þannig ástatt hjá mér, að ég þyrfti helst að hafa pósthólf til að geta fengið minn póst á réttum tíma, því heimilisfang mitt er að taka stöðugum breytingum, þar sem ég er aðeins ný búinn að finna mér hlutverk í henni tilveru og er að taka mín fyrstu skref út í lífið eftir brösótta byrjun. Og ég fer sem leið liggur niðrá pósthús, þar átti ég hólf pantað. Fyrir það ( hólfið ) átti ég að borga 2800 kr. í ársgjald sem að mér fannst vera eðlilegt og svo aðrar 2000 kr. í tryggingargjald. Það er ekkert að því. Nei, nei. Og ég fengi það (tryggingargjaldið) meira að segja til baka er ég myndi skila lyklunum að hólfinu. Hið best mál. En nú kemur þetta EN, sem að eyðileggur tilveruna hjá mannskapnum þar á bæ, það var auka 500 kall á mánuði til að fá póst í hólfið? Ha! Spáið í því!
Og ég gapti af undrun og spurði dömuna á afgreiðslunni: Ertu að meina þetta? Og hún svarar mér af rútineruðum vana: Nú já, er ekki póstfangið þitt á öðru heimilisfangi?
Það kemur á mig og það skín úr augum mér þegar ég svara og segi: Jú, það er það að vísu, en er ég ekki að breyta því núna hérna? Aftur svarar hún mér og þá á þessa leið:
Nei, nei það var svo mikil vinna í því að „framsenda“ bréfin á nýtt heimilisfang að við höfum tekið upp, og orðrétt segir hún, „framsendingargjald“.
Högg. Og ég hugsaði mig um örskotsstund og sagði svo við hana: Þetta er fáranlegt.

Hugum núna aðeins að því hver þjónustan sem ég ætlaði að kaupa er.
Pósthólf. OK. Trygging fyrir lyklunum og hólfi. Og innifalið í því á náttúrulega að vera að póstur minn rati í hólfið, gefur auga leið, er það ekki? OK. En það á að kosta mig auka að fá póst í hólfið. Þvílíkt og annað eins kjaftæði.
Og ekki var afgreiðsludaman af gömlum jöskuðum fáknum dottin. Og greinilega er hún góður starfsmaður, sem að eyðir ekki sínum tíma í það að huga að fáránleika lífsins. Því hún ætlaði að rétta mér kort sem ég gæti fyllt út og sett pósthólfsnúmer mitt á. Og það gæti ég svo sent til þeirra sem að myndu og hugsanlega myndu senda mér bréf eða þá reikninga í framtíðinni, og þannig myndi ég sleppa við það að borga þessar auka 6000 krónur fyrir árið. Það er skekkja á þessari mynd. Að vísu er þessi kortahugmynd ekki svo galin. En hvernig fer maður að að því að tryggja það að allur póstur sem að ég þarf að fá skili sér? Maður yrði að vera skyggn til að vita með vissu til hverra maður ætti að senda blessað kortið, og tala nú ekki um ef að ég myndi nú slysast til að merkja kortin illa, hvað þá ? Ég yrði væntanlega húðskammaður af póstinum fyrir það að vera auli. Og rukkaður um vesenisgjald. Og ekki er ég skyggn, því fór ég ekki þessa kortaleið.
En þá kostar það (hólfið) mig 10.800 fyrir árið? Það er einum of bara til að fá reikningana sína, er það ekki?
En því þá ekki frekar að hækka gjaldið fyrir hólfið í staðinn fyrir þetta „„Framsendingargjald““. Ég meina, maður segir ekki að hólfið kosti 2800 kr og trygging 2000 og laumar svo auka 6000 kalli á verðið. HALLÓ. Einhver heima?

Þessir menn sem stjórna þarna hjá póstinum eru líklega svo uppfullir af sínum eigin mikilfengleik að þeir gleyma að það er til heimur fyrir utan þeirra, og þar er ég og ég uni mér þar vel og er laus við vald hins illa kapital.
Og svo finnst mér það yfirgengilegt, hvernig níðst er á fólki og smurt aukagjöldum á þjónustu sem þessa, sem hinn venjulegi borgari hugsar ekki út í og buddum þeirra látið blæða fyrir. Ég sleppti því að fá mér þetta hólf og því mun móðir mín halda áfram að koma póstinum til mín. Þó svo að hann berist seinna í mínar hendur, en þó er henni fyrir því treystandi, þar er að segja ef að Pósturinn kemur honum til hennar. En það gæti gerst að ég fengi lítið af pósti hér eftir. En annarsvegar grunar mig að það sé eitthvað mikið að innan póstsins veggja og að menn ættu að fara að huga að því, hvað það er. Og einnig ætti að huga að því hvaða hug menn þar bera til tilverunnar. Og svo þessar auglýsingar! Com on. Stórar myndir af konu og karls líki. Líkt og er utan á klósettum veitingahúsa okkar borgar. Það er auðskiljanlegt að þar er verið að gefa í skyn að það hafi verið almeningur sem hafi valdið klúðrinu um jólin en ekki Pósturinn og þá stjórnendur hans. Þetta er hámark hrokans. Það er ekki nóg að ráða fólk til að bjarga ímyndinni ef innvolsið er aflagað. Sérmenntaðir blekkingameistarar eru til og þarna eru þeirra verk ljósi gefin. En það er sama hvað blekkingin á að vera góð, það skiptir engu því að það eru alltaf til þeir menn sem sjá í gegnum hulur falsara og ég fullyrði að ég sé slíkur maður. Það er ekki vænlegt fyrir company að saka viðskiptavini sína um heimsku og féflétta þá um leið.
Mig langaði til að impra á þessu við ykkur.

Hinn frjálsi og sjálfstæði Íslendingur,
Örn Þór Kristínarson.