Það er ekki hægt að banna fíkniefni, þaðan af síður það sem er leyft núna, það er áfengi og tóbak. Það var reynt á bannárunum og hafði nákvæmlega ekkert að segja. Þetta fer bara undir yfirborðið. Ef fólk ætlar að nota þessi efni þá mun það verða sér úti um þau með einhverjum leiðum. Er ekki betra að fólk drekki almennilegt vín úr ríkinu heldur en eitthvað heimabrugg sem það verður kannski drulluveikt af?