Annar af þessum mönnum sem ég þekki, þ.e.a.s. sá sem var barnaskólakennari, hann var að reyna að vinna í kjaramálunum og hann sagði að þessar konur sem væru að kenna þarna, þær hefðu bara engan áhuga á að fá hærri laun. Ókei, auðvitað hafa allir vissan áhuga á að fá hærri laun en fyrir þeim var það alla vega ekki það mikilvægt að þær nenntu að berjast fyrir því. Þeim þykir bara þægilegt að vera kennarar vegna þess að þegar börnin þeirra eru búin í skólanum geta þær unnið heima meðan þau eru...