Þessir tveir hlutir fara ekki vel saman. Núna í ár hefur ekki verið það mikill snjór, en samt hafa allir verið á nagladekkjum, ekki það að mér finnst það slæmt, það er nauðsynlegt, en það er til önnur lausn á þessu, kannski svolítið dýr til að byrja með en það er þess virði.
Hvernig væri að steypa göturnar eins og í Danmörku? Það sparar vinnu við að leggja nýtt malbik á nokkra ára fresti og það minnkar loftmengun.
Í Osló í vetur er búið að vera átak til að fá fólk til að hætta að nota nagladekk, 80% bíla þar voru ekki með nagladekk og viti menn, það hefur ekki mælst minni loftmengun þar síðan það var farið að mæla hana! Og þessi mengun er stórhættuleg, þetta er tjara, það sem er eitt af hættulegustu efnum í sígarettum sem eru auglýstar sem stórhættulegar. (og eru það)
Annað hvort verður að fara að setja eitthvað annað á göturnar en malbik eða þá að við verðum að fara nota harðkorndekk, mér finnst fyrri kosturinn betri, steypum göturnar svo jörðin verði ennþá lífvænleg eftir hundrað ár!
p.s. ef þú ert einn af þeim sem er ekki búinn að skipta yfir á sumardekk þá vil ég biðja þig um að gera það núna! 16.000 ef löggan stoppar þig!!
Just ask yourself: WWCD!