Ég fer stundum inn á <a href="http://www.hdne.is“>Héraðsdóma Norðurlands Eystra</a> og <a href=”http://www.haestirettur.is">Hæstarétt</a> og skoða dóma, sérstaklega finnst mér áhugavert að lesa dóma á HDNE vegna þess að maður þekkir stundum fólk sem er verið að dæma. Ég hef tekið eftir nokkrum atriðum sem mér finnst áhugaverð og vill deila með ykkur (ég læt samt vera að tala um kynferðisbrot í þetta sinn).

Í fyrsta lagi eru óendanleg heimskulegar reglur sem gilda um skaðabætur, ég man eftir einu tilfelli þar sem náungi var barinn í hausinn með flösku og þurfti víst að vera frá vinnu í einhvern tíma en fékk bara um 10.000 kr í skaðabætur, árásarmaðurinn fékk skilorðsbundinn dóm.

Sem leiðir að öðru atriðinu, af hverju eru endalaust þessir skilorðsbundnu dómar, ég er ekki að skilja kerfið á bak við þá, ég hef tekið eftir að sumir hafa brotið oft af sér en fara alltaf aftur á skilorð, ég vísa hér til dóms að neðan

Í þriðja lagi finnst mér skrýtið að það sé ekkert almennilegt kerfi til að senda fólk í meðferð þegar það er tekið fyrir eiturlyfjaneyslu, það er víst til lagaheimild fyrir því en enginn virðist nýta sér hana.

———–

ég er hérna með brot úr dómi, þessi náungi var í þetta sinn dæmdur fyrir að selja kókaín:

Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur ákærði frá 18 ára aldri fimm sinnum hlotið sektarrefsingar fyrir dómi, þar af einu sinni vegna umferðarlagabrots en fjórum sinnum vegna brota á ávana- og fíkniefnalöggjöf, síðast í febrúarmánuði s.l. Þá var ákærði þann 15. maí s.l. dæmdur í 40 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir líkamsárás sem hann framdi í nóvembermánuði 1999.

D Ó M S O R Ð :
Ákærði, X, greiði 180.000- króna sekt til ríkissjóðs og komi 36 daga fangelsi í stað sektarinnar verði hún eigi greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins að telja.

———-

Hvers vegna er verið að skilorðsbinda þetta, hann hefur oft brotið af sér áður og hann virðist ekkert vera að læra sína lexíu, hvað er að?
<A href="