Ég er mikill kattavinur og á þrjár sætar kisur, tvö högna og eina læðu. Þær fá allar að fara út og hafa ekki lent í neinu slysi þangað til í gær. Þá lenti einn högninn minn (hann heitir Gummi) í því að það var keyrt á hann :´(
Greyið náði þó einhvern veginn að komast heim og lá í sófanum þegar við vöknuðum. Það sást ekkert utan á honum, en hann hagaði sér undarlega og þegar við skoðuðum hann gat hann ekki stigið í aðra afturlöppina. Við brunuðum því til dýralæknis og þá kom í ljós að hann var lærbrotinn. Það er eitt versta fótbrotið því það er ekki hægt að spelka það, heldur verður að negla beinið saman. Brotið er ca. 8 vikur að gróa og kötturinn verður að vera í búri eða litlu herbergi í heilan mánuð eftir aðgerðina.

Því var bara um tvennt að velja: Svæfa köttinn eða borga ca. 30 þúsund krónur í aðgerð á fætinum. Ég veit að sumum mun finnast við vera brjáluð en við vildum bara ALLS EKKI svæfa hann Gumma okkar. Hann er svo indæll kisi. Þess vegna er hann að fara í aðgerð í dag eða í fyrramálið :)

Ég veit að þetta er mikill peningur og hann Gummi er ekki ættbókarfærður verðlaunaköttur heldur bara húsköttur, en hvað með það! Ef manni þykir vænt um dýrin sín, á maður að fórna einhverju fyrir þau. Við höfum alveg efni á aðgerðinni og ef við hefðum svæft Gumma hefði ég ekki getað litið framan í hinar kisurnar okkar aftur. Alvöru kattavinir skilja þetta örugglega :)

refur kattavinu
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil