Græna kortið sparar þér ef þú notar strætó til að fara í og úr vinnu eða skóla á hverjum degi, 2 ferðir á dag 5 daga vikunnar, þá myndi það kosta þig 8000 kr. á 4 vikum (28 dögum) ef þú borgaðir alltaf fullt gjald. Ef þú keyptir farmiðaspjöld, 10 miðar á 1500 kall, værirðu að fá 4 vikurnar á 6000. Gula kortið sparar þér á sama hátt þar sem 2 ferðir á dag 5 daga vikunnar á fullu gjaldi myndu kosta 4000 kr. en með farmiðaspjöldum 3000.