ÞAÐ HEFUR LENGI tíðkast víðast hvar í Evrópu að þingmenn og ráðherrar segi af sér af minnsta tilefni.
Á Íslandi er þessu alveg öfugt farið.
Hérna dettur þeim ekki í hug að segja af sér fyrr en lögbrot séu hér um bil fullsönnuð og vantraust þingsins yfirvofandi.
En það er líklega ekki hægt að áfellast ráðamennina eina því almenningur krefst ekki afsagnar fyrr.
Þarna eitthverstaðar á milli Íslands og Evrópu liggur rétta leiðin.

MÉR FINNST að þingmaður eða ráðherra eigi að segja af sér þegar hann hefur orðið uppvís að óviðeigandi athæfi eða liggur undir sterkum grun um óviðeignadi athæfi (þ.m.t. ólögleg athæfi).
Ráðamenn í lýðræðisþjóðfélagi eiga að vera yfir slíkan grun hafnir.

Svo þegar viðeigandi aðilar hafa dæmt um hversu alvarlegt brotið var eða þá hreinsað hann af öllum ásökunum þá getur hann boðið sig aftur fram og þá mun fólkið dæma um það hvort honum sé treystandi aftur í embætti.

ÖFUGT við dómskerfið þá tel ég að um Alþingi gildi:
Betra er að 100 saklausir segi af sér en að einn glæpamaður sitji áfram.

Þau eru fjölmörg dæmin þar sem ég tel að þingmenn eða ráðherrar hefðu átt að segja af sér.
Sem dæmi tek ég Forsætisráðherra. Þó er hægt að taka fyrir menn úr öllum flokkum.
Eftir að Davíð skálaði Bermúdaskál þá hefði hann átt að segja af sér.
Einnig eftir sögusagnir um óviðeigandi framkomu í kvöldverðaboðum til heiðurs erlendum þjóðhöðingjum.
Og eitt nýlegt dæmi: Davíð hefði átt að segja af sér eftir að hafa skammað Hæstarétt opinberlega.

En auðvitað sagði Davíð ekki af sér, enda var varla nokkur maður sem bað hann um það.

EN ÞÖKK SÉ ÁRNA þá er viðhorf þjóðarinnar að breytast. Íslendingar eru að átti sig á því að spilling er hérna engu minni en annarstaðar.
Þeir eru einnig að átta sig á því að spilling er ekki æskileg í valdastóplpum þjóðfélagsins.
Íslendingar eru að vakna.

ÞVÍ VIL ÉG óska ykkur til hamingju með viðhorfsbreytinguna.

Með von um að svefninn sæki ekki að okkur strax,
Ingólfur Harri