Ég var að komast að einu skemmtilegu um daginn. Þannig er mál með vexti að ég er með TAL símanúmer, finnst það vera mjööög gott númer og vil alls ekki skipta um það. Hins vegar er ég ekki alltaf of ánægður með kjörin hjá TAL en hef alltaf sætt mig við það því að ég hélt að maður þyrfti að skipta um númer ef maður vildi skipta um fyrirtæki.
Að vísu er það þannig ennþá vegna þess að lögin eru mjög heimskuleg og eru þannig að “ef að kerfi fyrirtækisins ræður við að hafa öðruvísi númer en eru venjulega þá verður það að leyfa það en ef það ræður ekki við það þá er það ekki skylda”

Semsagt, ef að ég vil hætta hjá TAL og ákveð að fara í Símann og segja "ég vil fá Frelsi og vera með þetta númer, 694**** þá verða þeir að leyfa mér það en ef ég er með númer hjá Símanum og ætla í TAL eða Íslandssíma get ég það ekki vegna þess að kerfi þeirra ræður ekki við það.

Frekar asnalegt en samt sem áður eru ný lög á leiðinni (held ég allavega) sem gera öllum fyrirtækjum skylt að leyfa þetta. Mér finnst það mjög gott enda gengur ekki að fyrirtækin geti bara húkkað í viðskiptavin og haldið í hann for lifa bara afþví að hann vill ekki skipta um númer….