Ég og þú, lesandi góður, erum einstaklingar. Við höfum
skoðanir á ýmsum málum og ekki endilega þær sömu.
Þú reynir án efa að lifa eftir þínum skoðunum eins og þú best
getur og ég reyni að lifa eftir mínum.

Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga, svaraðu þeim ef
þú kýst að gera það.

1. Finnst þér réttindi annara einstaklinga eiga að vera yfir þín
réttindi hafin?
2. Hjálpar þú öðrum ef það er í þínu valdi að gera það?
3. Ert þú værir fær um að taka þínar eigin ákvarðanir?
4. Getur þú tekið afleiðingunum ef þú tekur ranga ákvörðun?
5. Getur þú viðurkennt þín mistök?
6. Getur þú skipt um skoðun?
7. Er einhvað í samfélaginu í dag sem þú myndir vilja gera
öðruvísi?
8. Hvort finnst þér mikilvægara, frelsi eða öryggi?
9. Finnst þér valdbeiting góð leið til að leysa úr vandamálum?
10. Hefur einhver hjálpað þér af því að hann/hún vildi hjálpa
þér?

—————-

Ég fylgdist með þætti í gær sem var á SkjáEinum. Hann heitir
boðorðin tíu eða eitthvað líkt því.
Það var verið að fjalla um sjöunda boðorðið sem er “þú skalt
ekki stela” og var verið að tala um Ríkið í því sambandi.

Segjum sem svo að Ríkisstjórnin myndi hækka tekjuskattinn
upp í 95%. Væri ríkið þá að stela þínum peningum? En ef
Ríkið myndi lækka skatta niður í 5%? Væri Ríkið að stela af
þér peningum?
Ef þér finnst 95% vera rán en ekki 5%, í hvaða prósentustigi
hættir það að vera rán að þínu mati?

Það hefur verið talað um hinn Gullna meðalveg í þessu
sambandi, ég skil það þannig að það sé í lagi fyrir Ríkið að
taka af þér peningana þína svo framarlega sem það tekur ekki
alveg alla, er það ástættanlegt?

Ríkisstjórnin réttlætir skatta með því að segja að við séum
samfélag og sem samfélag verðum við að taka ábyrgð
saman. Það er að vísu rétt að við eigum að taka ábyrgð, en
réttlætir það skattana? Er það ekki þannig að um leið og
maður byrjar að réttlæta hlutina þá hefur maður gert einhvað
rangt?

Ég hef verið að hugsa aðeins um kosningarétt. Það er dálítið
skrýtið fyrirbæri þessi kosningarréttur. Það hafa flest allir
kosningarétt og telst það nokkuð sanngjarnt í dag. En ef við
horfum á málið á annan veg. Segjum að 100 manns séu að
fara að kjósa Ríkisstjórnar og þú ert á meðal þeirra. Með því
að kjósa eru sjálfkrafa að viðurkenna að hinir 99 hafi meiri
réttindi en þú. Í stuttu máli: Fjöldinn á að ganga fyrir en ekki
þú. Fjöldanum er nokkuð sama um þig svo framarlega sem
hann fær sitt í gegn. Ég hef talað við margt fólk og langflestir
eru á því að fólkið í samfélaginu sé bara ruglað; af því að það
sér ekki hlutina eins og það sjálft. Og það þolir ekki oft hvað
meirihlutinn tekur heimskulegar ákvarðanir sem þurfa svo að
ganga yfir alla og skiptir engu hvernig aðstæður hvers og eins
eru. Samt er það svo skrýtið að ég hef enn ekki hitt einstakling
sem hefur ekki trú á sjálfum sér þegar það kemur að því að
taka ákvarðanir sem munu hafa bein áhrif á hans eigin líf.
Fólk sem einstaklingar er nefnilega ekki eins vitlaust og þegar
það kemur saman í hóp. Það getur vel verið að margir séu
ekki sammála næsta manni. Það er meira að segja erfitt fyrir
3 einstaklinga að vera sammála um ákveðin lit sem á að fara
á einhvern vegg, hvað þá stærri og mikilvægari ákvarðanir. En
það er samt nokkuð víst að það er einhver ástæða fyrir því að
sumu fólki finnst svona og öðrum hinsegin. Þegar upp er
staðið erum við öll einstaklingar og við erum að reyna að lifa
af og helst að hafa það nokkuð gott í leiðinni. Afhverju erum
við að gera okkur svona erfitt fyrir með því að viðurkenna að
réttur annara sé meiri en okkar eigin.

Ein vangavelta svona þegar nær dregur endanum.
Eru einhverjar reglur um hvað eigi að gera ef enginn myndi
kjósa í næstu Alþingiskosningum, alls enginn? Veit einhver
etthvað um það? Er ímyndað vandamál, en samt sem áður
ágætis spurning :)

Langar að enda þetta á nokkrum góðum “quotes”.
—————-
“It's a good thing that we don't get all the government we pay
for.”
—————-
To the world you may be one person, but to one person you
may be the world.
—————-
Giving money and power to government is like giving whiskey
and car keys to teenage boys. - – P.J. O'Rourke
—————-
Things don't change. We change.- Henery David Thoreau
—————-
On matters of style, swim with the current, on matters of
principle, stand like a rock.
—————-
There is only one basic human right, the right to do as you
damn well please. And with it comes the only basic human
duty, the duty to take the consequences. –P.J.O'Rourke
—————-
friður
potent