Ég var að horfa á þátt á animal planet um daginn, um fanga í kvennafangelsi í USA sem tóku sig saman og fóru að þjálfa hunda sem höfðu lent í klóm hundafangara sem aðstoðarhunda fyrir fötluð börn.
Hundarnir voru mjög vel þjálfaðir hjá þeim, gátu td opnað hurðir, tekið upp hluti sem lágu á gólfinu, og hlýtt allskyns öðrum skipunum.

Börnin voru himinlifandi að eignast svona hund, ég held að þeir hafi ekki kostað neitt, því að þetta var allt unnið í sjálfboðavinnu.
Ég held að ég fari rétt með þegar að ég segji að svona hundar kosta mikla peninga vanalega.
Það var líka gaman að sjá að þær létu svo gott af sér leiða þrátt fyrir að vera í fangelsi fyrir mis alvarlega glæpi.

Mér fannst þetta líka svo “fallegt” því að þetta hjálpaði öllum aðilum, konurnar gátu látið gott af sér leiða, börnin voru mjög hamingjusöm, og hundunum var bjargað fá lógun.

Það var viðtal við eina stelpu þarna sem var í hjólastól, hún sagði að lífið sitt hefði breyst til muna og að sjálfstraustið hennar hefði eflst um allan helming eftir að hún eignaðist góðann traustann félaga sér til handar.

Gaman að þessu :)
———————————————–