Mér hefur stundum þótt nóg um þegar ég hef séð þau ósköp af lyfjum sem eldra fólk tekur inn við öllum þeim kvillum er kunna að hrjá,
á efri árum.
Við Íslendingar eigum að ég held enn Norðurlandamet í
notkun Prozac, þótt slíkt dreifist sennilega á alla aldurshópa.

Eru öll þessi lyf nauðsynleg ?

Fær almenningur nógu góðar upplýsingar um verkun og samverkun hinna ýmsu tegunda, ég tala ekki um þegar taka þarf inn kanski
tíu tegundir mismunandi lyfja á sama tíma ?

Er viðhorf okkar kanski það að pillur séu eins sjálfsagðar og það að taka bensín á bílinn ?
Mér þætti gaman að fá ykkar sjónarmið á þessu.