Skólabúningar þurfa alls ekki að vera fullorðinslegir og grámyglulegir. Ég býst við að þú sért að hugsa um ensku skólabúningana sem maður hefur séð í myndum þaðan, allir strákarnir í gráum síðbuxum, stelpurnar í pilsum, allir í skyrtu með bindi og kannski peysu yfir og jafnvel blazer jakka. En þetta gætu t.d. alveg eins verið íþróttagallar. Sveitarfélögin gætu tekið sig saman um að gera tilboð í svoleiðis galla og fengið þá á spottprís. Svo væri hægt að setja merki hvers skóla á gallana ef...