Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

lhg
lhg Notandi frá fornöld 230 stig

Re: Vill hreinsun á svona fólki

í Deiglan fyrir 23 árum, 10 mánuðum
“Skal eyðing á þessu landi fara fram”? Ertu ekki í lagi? Hvað ætlarðu þá að gera við fólkið sem býr þarna? Senda það hingað að vinna í Hampiðjunni? Heldurðu að börnin sem missa föðurlandið sitt verði ekki terroristar líka? Og hvað með terroristana sem eru út um alla Evrópu, Bandaríkin og hér og þar? Er ekki mikilvægara að reyna að uppræta bara þessi samtök og láta þessa grey Afgani í friði? Þeir eru nú hvort sem er búnir að búa við stríð s.l. 20 ár og eru varla mikið meira en á...

Re: Bluetooth

í Farsímar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Af hverju er Bluetooth sniðugt? Myndi hann nota það? Ég segi bara fyrir mína foreldra þá eru þau með einföldustu gerð af gemsa og rétt kunna að hringja, ekki einu sinni að nota SMS :)

Re: Hvað á að gera við hundinn sem vill ekki vera einn

í Hundar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Það er líka eitt ráð með að venja hund við að vera einn heima og það er að skilja hann alltaf eftir lengur og lengur. Prófa fyrst að skilja hann eftir í hálfa mínútu og lengja svo tímann alltaf en af og til prófa að fara stutt og koma strax aftur til að sýna honum að það að maður fari þurfi ekki að þýða langan tíma. Ég þekki mann sem setti upp vefmyndavél fyrir hundinn sinn. Tölvan geltir á hundinn, hundurinn kemur hlaupandi og þá tekur vélin mynd. Þannig getur hann kíkt á hundinn sinn úr...

Re: Handklæðahaus.

í Deiglan fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Þeir lokuðu ekkert flugvellinum hér. Ég var með túrista í heimsókn sem voru að fara til London með go-fly á þriðjudagskvöldið og ég man ekki betur en að einu ferðunum sem var aflýst hafi verið til Bandaríkjanna. Ef Bandaríkjamenn vilja loka öllum sínum flugvöllum af einhverjum ástæðum þá mega þeir það fyrir mér. Ef þeir vilja loka sendiráðum þá gildir það sama. Hins vegar verð ég að viðurkenna að þetta kom ekkert rosalega við mig. 5000 manns deyja í NY, 5000 manns deyja í flóðum í...

Re: Símtöl úr flugvélunum

í Deiglan fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ein af hugmyndunum fyrir meira öryggi er að hafa brynvarinn flugstjórnarklefa sem flugræningjar komast ekki inn í og til þess að réttlæta kostaðinn við það þyrftu þeir að stækka vélarnar þannig að þetta gæti alveg gengið.

Re: megrun

í Heilsa fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Þetta er bara haustið. Það eru tvær “annir” í líkamsræktarmálunum eins og í skólunum. Haustönnin er að byrja núna. Þá á fólk að ná af sér spikinu sem sumarfríið og sólbaðið hefur hlaðið utan á það. Hins vegar er vorönnin sem gengur út á það að ná af sér jólaspikinu og líta vel út fyrir sumarið. Það er ekkert mál að gefa skít í þetta. Ef einhver er að gefa þér hornauga þá skaltu bara ulla á hann :þ :)

Re: Símtöl úr flugvélunum

í Deiglan fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég sá á einhverri sjónvarpsstöðinni að það hefði fundist farangur einhvers staðar sem átti að tilheyra einum flugræningjanna og innihélt kóraninn og spólu um flugnám. Það var líka sagt að það hefði verið hlerað eitthvað símtal milli araba sem eru í hryðjuverkasamtökum sem eru studd af Osama Bin Laden og þeir hefðu sagt að “þeir hefðu náð tveimur skotmörkum í Bandaríkjunum”. Það virðist sem hellingur af fólki hafi hringt í ættingja sína en ekki mikið um að það hafi sagt eitthvað um...

Re: Meira fjármagn í kvensjúkdóma !

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ef það á að borga fyrir glasafrjóvganir fyrir þá sem eru ófrjóir til að “lækna sjúkdóm þeirra” á þá ekki líka að borga fyrir ættleiðingar barna fyrir þá sem ekki geta nýtt sér glasafrjóvgun eða þegar endurteknar meðferðir heppnast ekki? Mér finnst það að geta eignast barn eða ekki bara ekki hafa neitt með heilsu eða sjúkdóma að gera. Það hefur ekkert að gera með hvort þessi manneskja geti lifað eðlilegu lífi eða ekki. Með því að borga fyrir glasafrjóvganir en ekki ættleiðingar er verið að...

Re: Meira fjármagn í kvensjúkdóma !

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Það er engin ástæða fyrir ríkið til að borga meðhöndlun á “sjúkdómi” sem gerir viðkomandi engan skaða. Það er ekki hægt að bera það saman við það að vanta t.d. fótlegg. Þá getur maðurinn ekki gengið nema fá gervilim. Ég er hins vegar sammála því að það sé greitt fyrir fóstureyðingar vegna þess að annars geta pör (eða einhleypar konur þess vegna) sem eru kærulaus eða lenda í að getnaðarvarnir klikka, endað með miklu fleiri börn en þau hafa efni á að fæða og klæða og varla er það gott fyrir...

Re: Meira fjármagn í kvensjúkdóma !

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Það er náttúrulega ekki lífshættulegt ástand að geta ekki eignast börn þannig að mér finnst alveg eðlilegt að fólk greiði fyrir glasafrjóvganir sjálft rétt eins og fólk greiðir fyrir aðrar valfrjálsar aðgerðir eins og t.d. lýtalækningar.

Re: Viðhorf til brjóstagjafar

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Bandaríkjamenn eru ofboðslega hneykslunargjarnir og t.d. var ein amerísk í heimsókn hér á landi í sumar hjá fjölskyldu sem ég þekki og var mest hneyksluð á því að þau skyldu hafa ársgamalt stúlkubarn í sólbaði á bleyjunni einni fata. Henni fannst það argasti dónaskapur að hafa ekki barnið í brjóstahaldara. Annars finnst mér alveg að konur sem eru með börn á brjósti geti alveg gert það á almannafæri þannig að lítið ber á. T.d. mágkona mín gerir þetta. Mér finnst líka aldurinn sem konur ættu...

Re: Grein um jafnrétti kynjanna

í Deiglan fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Flestir karlmenn fara ekki í kvennastéttirnar vegna þess að þeir hafa hreinlega ekki efni á því. Sama hvað hver segir þá er það ennþá litið svo á í þjóðfélaginu að karlmaðurinn á að skaffa. Ég þekki tvo stráka sem hafa farið í kennslu. Annar af þeim sagði að það væri ekki hægt að vera í þessu nema hafa fyrirvinnu og gafst upp eftir 2 eða 3 ár. Hinn er ennþá í þessu enda er hann svo heppinn að eiga vel launaða konu og hafa auk þess vísa sumarvinnu þar sem hann er með rífandi tekjur. Hann...

Re: Grein um jafnrétti kynjanna

í Deiglan fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Mér finnst að það ætti ekki að vera hægt að kæra. Það er mjög sjaldan sem umsækjendur eru nákvæmlega jafn hæfir og það verður líka að treysta stjórnendum fyrir því að ráða þann umsækjanda sem þeir treysta betur fyrir starfinu. Stundum getur annar umsækjandinn verið með meiri menntun en hinn með meiri reynslu. Hvernig á að meta það? Vegna þessa líffræðilega (konur ganga með börnin, hafa þau á brjósti og veljast þess vegna frekar til að vera heimavinnandi ef annað foreldrið er það) þá eru...

Re: Kötturinn minn albínóinn.

í Kettir fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Frændi minn átti albínóakött en hann var heyrnarlaus. Ég held að hann hafi endað með að verða undir bíl. Hins vegar átti hann ágætt líf fram að því og t.d. á gamlárskvöld þegar hinir kettirnir lágu skjálfandi og skíthræddir undir rúmi sat sá heyrnarlausi í glugganum að horfa á öll fallegu ljósin :)

Re: Grein um jafnrétti kynjanna

í Deiglan fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Svokölluð “jákvæð mismunun” er samt mismunum og í mínum huga getur mismunun aldrei verið jákvæð. Þegar verið er að veita styrki sérstaklega til ungra kvenna til að fara í eitthvað nám þá er verið að brjóta á ungum karlmönnum sem eru á leið í sama nám. Þetta er réttlætt með því að konum hafi verið mismunað í gegnum tíðina. Þýðir það að það sé í lagi að mismuna karlmönnum núna? Hvað er að því að hafa bara slétt jafnrétti?

Re: Ericsson símar munu hverfa!!!

í Farsímar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég hélt annars að Ericsson ætluðu að hætta að framleiða gemsa. Ég hélt ég hefði heyrt það fyrir svona ári síðan. Samt er T39 nokkuð flottur. Kannski koma Ericsson og Sony til með að framleiða síma undir nýju nafni. Skiptir ekki öllu máli hvað síminn heitir ef hann er góður.

Re: Eru hommar þróaðri?

í Heimspeki fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Því miður er offjölgun á jörðinni þannig að kannski er þessi gay-bylgja leið náttúrunnar til að draga úr fjölgun.

Re: Hva meinaru!

í Farsímar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Ég segi ekki að þetta sé ekki Tal að kenna. Mér finnst að þeir hefðu átt að borga þér til baka. Mér finnst samt að öll hin símafyrirtækin séu svona líka. Það er alltaf verið að svindla eitthvað á manni og ef maður segir eitthvað þá finnst þeim að maður sé bara að rífa kjaft. Hvert á maður svo sem að fara þegar allir hinir eru jafn lélegir?

Re: Ég þurfti að stela frá þjófi ... !

í Deiglan fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Mér finnst það bara ferlega gott hjá þér að ná dótinu aftur. Passaðu bara að hleypa þessari manneskju aldrei inn til þín. Hún er greinilega eitthvað stelsjúk. Ég hef rekist á fólk sem gerir svona og skammast sín ekki einu sinni þegar það kemst upp. Segir bara “já, og hvað með það?”

Re: TAL orðnir þjófar!!

í Farsímar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Þetta er kannski léleg þjónusta hjá Tal. Samt alltaf svona hjá öllum símafyrirtækjum finnst mér. Kúnninn hefur alltaf rangt fyrir sér.

Re: Börn drepa

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Sömuleiðis eru sum börn sem hefur á allan hátt verið sýnt gott atlæti fær um ótrúlegustu fólskuverk eins og t.d. að leggja önnur börn í einelti.

Re: Leikfimi fyrir börn..

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Fimleikadeild Ármanns tekur svona unga krakka og líka Danssmiðjan.

Re: Gemsi

í Farsímar fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Ég á Panasonic G600 eða eitthvað og keypti mér hann í fríhöfninni fyrir 2 og hálfu ári. Það var engin sérstök ástæða fyrir að ég tók hann. Ég var aðeins að spá í Nokia en það er oft þannig í Fríhöfninni að það er allt búið og maður verður bara að taka það sem er til. Það sem mér líkar við hann er að hann er frekar nettur og léttur af svona gömlum síma að vera a.m.k. og hann er með lithium rafhlöðu sem þýðir að maður er ekki að eyðileggja hana þó maður hendi honum í hleðslu áður en hann...

Re: Slysalaus dagur í dag!

í Deiglan fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Fólk passar sig kannski betur af því það vill ekki verða til þess að eyðileggja slysalausa daginn. Það tókst vel í fyrra og það voru færri slys þennan dag en aðra daga. Veit ekki hvernig það fór núna.

Re: Börn drepa

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Ég held ekki að það sé í eðli barna að vera góð eða vond. Þau endurspegla bara það atlæti sem þeim er sýnt og/eða sýna þá hegðun sem ætlast er til af þeim.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok