Fólk á náttúrulega bara að hafa hugann við aksturinn og ef það getur það ekki þá á það ekkert að vera að keyra. Það er samt ekki nokkur leið að setja lög um svoleiðis. Ég hef tekið eftir fólki sem er að valda hættu í umferðinni af því það er að tala í GSM en ég hef líka tekið eftir fólki sem er að valda hættu í umferðinni af því það er að kjafta við manneskjuna við hliðina á sér, sinna börnum í aftursæti, stilla útvarpið eða er bara hreinlega eitthvað utan við sig. Það leysir mjög lítinn...