Þegar þið lesið þetta greinarheiti,þá skiljið þið vafalaust ekki hvað ég á við.
Ég skal skýra það út.
Þetta er þriðja grein mín um þróunina á lífverum,einkum manninum, og vil koma með þá kenningu( það að ég sé að skrifa um hana þýðir samt ekki endilega að ég sé hlyntur henni) að hommar og lesbíur séu manneskjur sem hafa stökkbreyst, og orðið nokkurnveginn þróaðri en við.
Þetta byggist allt á þeirri kenningu að það sé hægt að snúa fólki til samkynhneigðar, eða að menn komi út úr skápnum einhverntíma á ævinni en fæðist ekki með þann eiginleika sem það sé svo með alla sína ævi.
Ef að samkynhneigð helst við í þjóðfélaginu, þá gæti það gert það að verkum að mannkynið yrði betur í stakk búið til að komast af.
Vísindamenn í dag eru að reyna af fremsta megni að láta samkynhreigða eignast börn.
Sú þróun gæti þó komið af sjálfu sér,þegar einhver stökkbreytt/ur hommi/lesbía kemur í heiminn, og getur eignast börn með báðum kynjum. En til þess að það gangi upp, þurfa hlutir að eiga sér stað sem eru mjög,mjög ólíklegir. Svo að lítið á greinina sem tilgátu, eða kenningu um eitthvað sem á kannski eftir að gerast. Ég er ekki einu sinni viss sjálfur hvort ég er tilbúinn að aðhyllast þessa kenningu.
En jæja. Jóhanna er lítil stelpa sem fæddist fyrir skömmu, og er þannig gerð að hún getur eingnast barn með báðum kynjum. Og jafnaldri hennar, Sigga,(sem Jóhanna þekkir ekki neitt) er líka þannig.
Fyrst á ævinni er Jóhanna gagnkynhneigð, og eignast barn með eiginmanni sínum, en smátt og smátt fer hún að hafa minni áhuga á honum, en fer að gjóta augunum til kynsystra sinna.
Svo næsta ár,kemur hún út úr skápnum, og byrjar sambúð með annari lesbíu, sem er fyrir tilviljun Sigga, en eins og ég sagði áður vill svo til til að hún er líka stökkbreytt til að eignast börn með báðum kynjum, og svo fer að lokum að fyrsta barnið sem er getið af tveim komun kemur í heiminn.
Þessi þróun er svosem ekkert slæm,þvert á móti; þetta er stór bónus fyrir mannkynið, að geta fjölgað sér á ennþá fleiri vegu. Til dæmis ef það kæmi farsótt sem herjaði aðeins á konur, gætu hommar lifað af með því að eignast börn. Eða öllu heldur, stráka. Því að stelpur myndu fljótt verða farsóttinni að bráð, og kvenkynið myndi þannig deyja út. En engu að síður lifir mannkynið áfram.

Og til að þetta eigi sér stað, þurfa miklar tilviljanir að eiga sér stað, svona álíka og ef að ég myndi vinna í alheimslottói sem allir myndu taka þátt í. En möguleikinn er samt fyrir hendi, og það er allt sem þarf til að þetta geti átt sér stað.

Kannski er samkynhneigð stökkbreyting, og þá er hún ein af afarfáum stökkbreytingum sem eru mannkyninu til góðs. Þ.e.a.s. ef að “tvíkynfrjóvgun” kemur til sögunnar seinna meir.
Takk fyrir
<i> Hvurslags. </i