Nú er rætt um aukna gjaldtöku af sjúklingum til þess að reka heilbrigðiskerfið. Ég fæ satt best að segja ekki séð annað en þeir sem þurfa á glasafrjógvun að halda greiði nú þegar nokkuð mikið umfram aðra sjúklinga, og forvitnilegt væri að fá sundurliðaða kostnaðarþætti í því dæmi, frá a- ö, sem og samanburð við önnur lönd, sem og hve mikið er niðurgreitt af ríkinu í því sambandi.

Ég tel hins vegar að heilbrigðiskerfið í heild sinni þurfi á uppskurði að halda, varðandi fjárveitingar og skilvirkni þeirra.
Við erum í raun með tvenns konar kerfi einkastofur sérfræðilækna og sjúkrahús + sambland þess. Við niðurgreiðum öll þau ósköp af lyfjum sem koma ný á markað og læknar ávísa.
Ég vil giska á að c.a. 20% þeirra lyfja séu meira og minna óþörf.

Aðgerðir framkvæmdar á einkastofum eru áhættusamari þar sem ekki tækjabúnaður og húsnæði sem og eftirlit með sjúklingum er lágmarkað, og ef eitthvað út af ber þá kann sjúklingur að vera sendur á hátæknisjúkrahúsið úr höndum læknisins í einkastofurekstrinum, þar sem fjársvelta sjúkrahúsið reynir að gera sitt besta.

Sjúkrahús sem ekki tekst að manna vegna þess að læknar vilja heldur reka einkastofur, en starfa inni á sjúkrahúsum og er hagkvæmara enn sem komið er, og reyndar nokkuð ljóst ef horft er á hlutina í þessu samhengi.

Áður en hægt er að fara að forgangsraða faglega hinum einstöku sjúkdómum, þarf að skera upp skipulag mála, í skiptingu verkefna ellegar mokum við endalausum peningum í illa skilvirkt skipulag, sem skilar ekki nægilegum árangri eins og það er.

Fullmönnuð sjúkrahús m.t.t. nýtingar,s.s. fjárfestinga í rándýrum tækjakosti, og viðhaldi húsnæðis, HLÝTUR að þurfa að hafa forgang, umfram allt annað.
Einkafyrirtæki væru fljótlega farinn á hausinn,með ónýttum tækjum og tólum, (enda ekki með möguleika á aukafjárveitingum).

Hér er um að ræða útgjaldamesta málaflokk þjóðarinnar, á hverjum tíma, þar sem skiptir miklu hvernig er að málum staðið.

kveðja.
gmaria.