Af hverju mega Bandaríkjamenn ekki drepast?
Þetta er eitthvað sem við höfum áhuga á. Við skemmtum okkur við að ræða þetta, liggjum spennt yfir myndunum af fólki hangandi útum gluggann og ef einhver hefði tekið mynd af konu stökkvandi útum gluggan með barn í fanginu þá hefði hann fengið verðlaun fyrir vikið.
Loksins eitthvað spennandi, fólk að deyja… saklaust fólk í þokkabót - Æðisleg frétt. Þetta ætti nú að lífga uppá líf mitt aðeins, mér dettur nefnilega aldrei nein sniðug umræðuefni í hug og ég þarf einmitt eitthvað svona sem ég get nýtt mér til að drepa vandræðulegu þögnina sem skapast oft á tíðum.
Ég mæti í vinnuna klukkan 8 og er búinn klukkan 6 og þá fer ég heim horfi á þættina í sjónvarpinu, fer aðeins í tölvuna og fer að sofa… ég bíða ávallt spenntur eftir því að eitthvað spennandi gerist í heiminum. Ég vildi að þriðja heimstyrjöldin myndi hefjast í kjölfari á þessu… svo lengi sem hún myndi tengjast mér á minnsta máta (annan en gott umræðuefni).
Ég mynda mér skemmtilegt viðhorf gagnvart þessu, en þetta tengist mér ekki rass. Ég get ekki breytt neinu, þjóð mín er ekki að tengjast þessu á neinn annan máta en að senda frá sér yfirlýsingu sem fordæmir hryðjuverk, eitthvað sem restinni af þjóðinni er slétt sama um.
Hinsvegar krítisera ég það að loka flugvellinum og sendiráðinu og fleiri hlutum sem gerast hérna heima fyrir, þetta tengist okkur ekki neitt. Af hverju erum við að láta eins og við séum tengd þessu á nokkurn máta? Úúúúúhhh vííííí það búa nokkrir íslendingar í bandaríkjunum sem hugsanlega hefðu getað verið nálægt og jafnvel slasast… hverjum er ekki slétt sama þó að Íslendingur hafi dáið eða slasast? Til hvers erum við að fá lýsingar frá Íslendingum í DV og heilu greinarnar sem snúast eingöngu útá það?



Er svona lítið að gerast á Íslandi að við þurfum að velta okkur uppúr þessu 24-7? Um daginn sagði ég við stelpu sem ég þekkki að þetta væri bara enn eitt dæmið sem hverfur hægt og rólega, fólk á eftir að hætta að nenna að tala um þetta og hún talaði um það að þetta væri stórmál og við ættum ekki eftir að hætta að tala um þetta í bráð. Reyndar sagði hún það sama um nauðgunarmálið hérna fyrir stuttu….. hafði hún rétt fyrir sér?