Það er náttúrulega til fólk sem vill banna allt en margt af því skilur ekki að það gerir bara illt verra. Jafnvel þó útihátíðir yrðu hreinlega bannaðar myndi fólk samt flykkjast hingað og þangað og tjalda nema munurinn yrði sá að það yrði ekkert við að vera nema að drekka, það yrði ekkert eftirlit, engin aðstaða, engin gæsla, ekki neitt. Hvernig væri ástandið betra þá? Meðan fólk er að græða á að halda útihátíðir er alla vega hægt að skylda þá sem gera það til að hafa aðstöðu og gæslu og...