Hvernig er þetta eiginlega? Núna undanfarið eru allir í megrun! Er þetta haustið? Eftir svona mikið djamm yfir sumartíman þurfa þá allir að fara að taka sig á? Er þetta kannski bara árstíðarbundið, einu sinni á ári og allt fer í lag.
Hvert sem ég lít,eru (yfirleitt) stelpur að telja ofan í sig kaloríurnar eða komnar á einhvern undarlegan kúr þar sem einhverjum fæðuflokkinum er sleppt. Próteinkúrinn þar fremstur í flokki.
Það er ekki lengur hægt að fara og fá sér einn djúsí hamborgara án þess að litið er á mann með hornauga og eru þá stelpurnar að leika ser með salatið þó að þær viti að hamborgarinn er langtum betri.
Væri ekki bara best að sleppa þessu alveg og reyna þá kannski bara að hreyfa sig aðeins meira. Ég er komin með leið á að heyra fullkomlega fínar stelpur tala um hvað þær eru feitar og að þær meigi ekki borða þetta og ekki borða hitt.