Isólfur Gylfi Pálmason segir það öfund að fólk skuli fetta fingur út í nýleg kaup hans á jörð á Suðurlandi. Farið var á svig við lög með kaupum á jörðinni. Hann borgaði 4 milljónir fyrir jörðina sem ríkið hefði getað selt á frjálsum markaði fyrir 20 til 30 milljónir að sögn kunnugra. Þarna hagnaðist Ísólfur um 16 til 26 milljónir vegna stöðu sinnar sem þingmaður. Lagalega séð er þetta á mjög gráu svæði, en án vafa með öllu siðlaust. Þessu var lætt í gegn til að Ísólfur gæti látið draum sinn um skógrækt rætast. Miljónirnar 16 til 26 hafa öruglega ekki freistað þingmannsins vammlausa. Og til að kóróna skömmina hefur hann nú fengið styrk úr opinberum sjóðum til að gróðursetja trén sín. Það hafa greinilega ekki allir sömu aðstöðu til að mata krókinn og þingmenn. Og athugasemdir þar um kallar þingmaðurinn “Öfund”. Ísólfur er þingmaður sunnlendinga sem er gamla kjördæmið Árna nokkurns Johnsen. Það hvarlar að manni að þessir tveir séu ekki einu þingmennirnir sem hafi fengið slíka “happdrættisvinninga” af opinberu fé.
Kanski einhverstaðar finnist gömul lagagrein sem skyldar ríkið síðar meir að kaupa jörðina aftur og þá ásamt trjánum hans Ísólfs og verðlagningin verður þá án vafa með öðrum hætti.