Þann 1. nóvember taka í gildi lög sem banna notkun farsíma í akstri nema notaður sé handfrjáls búnaður. Ekki verður hins vegar byrjað að sekta vegna þessa fyrr en ári eftir að lögin taka gildi.

Maður getur endalaust talið upp atvik sem hafa hent mig sem ökumann eða fólk sem ég hef verið farþegi hjá, sem tengjast öðrum ökumönnum með GSM síma.

Flestir þeir ökumenn sem maður hefur séð blaðra í síma í akstri hafa skerta athygli að akstrinum og hefur maður margoft orðið vitni að því að annaðhvort kemur hvílíkt fát á ökumann vegna óvæntra atburða í umferðinni eða þá að aksturslag er út og suður.

Til að nefna eitt dæmi þá ráfaði kona með bílinn sinn nærrí í hliðina á mér á miklubrautinni, talandi í síma. Þegar ég flautaði þá missti hún bílinn í hina áttina rétt áður en hún náði aftur stjórn á bílnum.

Ég vona að það fólk sem þessi lög snerta vakni nú aðeins.
—–