Ég bý í götu þar sem eru 4 stórar blokkir. Í 2 blokkunum er katta og hundahald bannað. Í minni blokk er kattahald leyft. Vandamál mitt er að í götunni fyrir neðan mig búa tveir bræður ca. 10 - 12 ára gamlir. Þeir hlaupa á eftir kisunum og kasta flöskum, steinum og ýmsu drasli í kisurnar. Ég kom eitt sinn að þeim hlaupandi á eftir læðu sem býr í blokkinni minni og voru að kasta plastflöskum í kisuna. Ég kallaði á þá og þeir hlupu burt. Þar sem ég vissi hvar þeir bjuggu, fór ég til þeirra og ákvað að tala við foreldrana. Ég hélt nú að þeir mundu skamma strákana en nei… foreldrarnir urðu brjálaðir út í mig, fannst allt of mikið af kisum hér í götunni og sköpuðu mikil vandræði. Sko í blokkinni minni eru 6 kettir en aðeins 1 er útiköttur, hinir eru allir innikettir. Svo segir mamma strákanna eitt svo ógeðslegt að mig langaði að ráðast á hana! Hún talaði um hversu mikið væri af kisum hér og sagðist hafa verið glöð þegar hún heyrði að önnur kisan mín dó og skellti síðan hurðinni á mig. Kisurnar mínar tvær en þær voru báðar innikisur - ein kisa núna reyndar :( - eru nokkuð þekktar í götunni, ég fór á hverjum degi með þær út í garð og leyfði þeim að leika sér… Það er ekki skrýtið að maður heyri hversu vond börn eru við dýr, þeim finnst þetta í lagi því foreldrarnir leyfa þetta!