Ég er með 5 1/2 mánaðar gamla tík sem er farin að haga sér mjög undarlega síðustu daga hún er ofsalega ör, nuddandi sér utan í allt, andar hratt og með tunguna úti eins og henni sé heitt og hreinlega veit ekkert hvernig hún á að vera, er mikið verri samt á kvöldin.
Getur verið að þetta sé byrjun á lóðaríi ? ég hef aldrei átt tík áður en var búin að heyra að þeim blæddi og eitthvað þegar þær færu að lóða, en það er ekkert svoleiðis í gangi hjá mér. Þegar ég fylgist með henni þá fer ég að efast um að þetta sé tík ;) þó það sé alveg pottþétt, mér finnst þetta nudd á henni mikið frekar minna á hund.
Hvernig lýsir það sér þegar tíkur fara á kynþroskaskeiðið og er eitthvað hægt að gera til að henni líði betur ?
Kv. EstHe
Kv. EstHer