Ef þú hefðir ekki peninga þá hefðir þú ekki búðir eins og við höfum. Það getur enginn rekið búð án þess að fá neitt í staðinn fyrir vörurnar sem hann gefur. Þú myndir sem sagt þurfa að fara á markaðinn með eitthvað sem þú býrð til, t.d. lopapeysu sem þú prjónaðir og þú fengir í staðinn 5 fiska hjá sjómanninum og skiptir 1 fisk fyrir brauð hjá bakaranum, öðrum fyrir kartöflur hjá bóndanum o.s.frv.