Vinkona mín átti svartan hreinræktaðan Oriental kött, hann var yndislegur. Hann var með þeim gáfaðri köttum sem ég hef séð, hann fór í fýlu þegar það átti við, plataði hinn köttinn á heimilinu til að gera allskonar skandala og koma sér þar með í ónáð hjá heimilisfólkinu o.s.fr. Hann var orðinn nokkurra ára gamall og hafði alltaf fengið að fara út. Við vinkona mín fylgdust stundum með honum og það var ótrúlega flott að sjá hvað hann passaði sig á bílunum. Svo gerðist það versta sem gat gerst, vinkona mín býr í þröngri götu þar sem hámarkshraðinn er sennilega 15km plús það að það er verið að gera við götuna þannig að á einum stað þarf að stoppa og beygja til að komast áfram. Fyrir um viku síðan sá nágranna kona vinkonu minnar bíl koma akandi á fullri ferð og á köttinn, hún sá að sá sem keyrði á hann varð var við þetta, en hann hélt samt áfram og þurfti svo að stoppa til að beygja. Hverskonar hálfvita var þetta eiginlega? Að keyra bara áfram en var samt augljóslega var við þetta. Ef nágranna konan hefði náð númerinu á bílnum hefði maður sko gert eitthvað… en því miður náði hún því ekki. Hvað köttinn varðar, þá var farið með hann á dýraspítalann og reynt að bjarga honum en því miður þá lést hann um viku seinna :(
Svona er fólkið í dag, það sprengir upp byggingar með saklausu fólki og stoppar ekki til að athuga með særð dýr sem það særir
Ef ég réði þá myndi þetta fólk, sem gerir svona lagað viljandi ( keyrir í burtu vitandi að það keyrði á dýr), stikna í helvíti