Eftir árásirnar á Bandaríkin þann 11.september, hefur spunnist mikil umræða um m.a. ástæður árásanna. Það virðist ekki vera nein ein ástæða fyrir þessum hryllingi. Það kom ýmislegt áhugavert fram í þætti sem sýndur var í Rúv nú fyrir stuttu, um Osama Bin Laden, þar kom fram að múslimar víða um heim eru Bandaríkjamönnum reiðir fyrir að hafa herlið sitt áfram í Íran og Persaflóa. Múslimum finnst að þeir eigi að yfirgefa hina "heilögu,, grund. Þetta þykir mér undarlegur hugsunarháttur, því að Múslimar eru orðnir mjög útbreiddir út um hinn vestræna heim, þar sem þeir hafa reist sínar moskur og klæðast sínum kuflum og tilbiðja sinn Allah fimm sinnum á dag, t.d. í nokkrum borgum á norðurlöndum vakna menn við það á morgnana að maður öskrar í hátalara úr turni mosku að allir múslimar eigi að mæta og fara á hnén í vestur. Öðru máli gegnir þegar t.d. vestrænn maður fer í múslímskt land, t.d. Afganistan, þar skulu menn aðlaga sig öllum þeirra siðum og klæðast eins og þeir. Þar eiga menn á hættu dauðadóm reyni þeir að boða kristini.
Tilgangur minn hér, er ekki að vera með skítkast út í neinn, en þegar ástandið í heiminum er orðið eins og það er nú, þurfa þjóðir heims að hugsa sinn gang alvarlega, með það hverjum þeir hleypa inn í lönd sín. Takmarka þarf flæði innflytjenda í öllum löndum því að menn hafa sofnað á verðinum.