Halló.

Núna um daginn var ég að vafra um á netinu, fór inn á hina og þessa síðu, hvort sem þær voru af stjórnmálalegum toga eður ey. Eitt leiddi af öðru og á endanum lenti ég inni á vefriti ungra jafnaðarmanna, eða politik.is

Hvað um það. Ég stoppaði við eina greinina, sem var þar.

Nafn hennar var “Smærri glæpir fari ekki inn á sakaskrá?”

Ég stoppaði við þessa grein, enda um áhugavert efni að ræða. Hugsum okkur einstakling, sem að fremur lítillegt fíkniefnabrot á sínum yngri árum. Hann lendir á sakaskrá. Á þetta atvik að fylgja honum út allt lífið vegna þess eins, að hann gerði örlítil mistök, fékk sér eina jónu. Eins og sagt er í greininni er þessi umræða rétt að byrja, svo að við skulum ekki fara að stökkva að ályktunum hér. En þetta er svo sannarlega umhugsunarvert. Ég mun ekki láta mína skoðun í ljós hér enda er þetta ný umræða, og ekki fyllilega rædd til hlítar. En, ég læt þó fylgja hér smá setningu úr greininni fyrir þá, sem eru með því, að smærri glæpir fari inn á sakaskrá. Endilega takið þetta til umhugsunar. Ég ætla að gera það.



.”Hinir raunverulegu glæpamenn eru þeir sem flytja inn og selja eiturlyfin, þeir sem fremja kynferðisbrot, stórþjófnaði, morð og aðra skipulagða glæpi en ekki þeim er verða hinum fyrrnefndu að bráð.”

Úr ritstjórnargrein af Vefriti Ungra Jafnaðarmanna



Ég læt það enn og aftur í ljós, að ég hef enga skoðun á þessu máli, núna, en mun taka þetta til athugunar. Endilega gerið það sama, og verið málefnaleg í umræðunni.

Kv…
[Ç]