Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

jonkorn
jonkorn Notandi frá fornöld 43 ára karlmaður
1.016 stig
Þetta er undirskrift

Nintendo Wii (91 álit)

í Leikjatölvur fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Fátt er nú vitað um tæknilegar staðreyndir Nintendo Wii, ég ætla ekki að fara neitt út í það enda ætla ég frekar að líta á skemmtanagildi Nintendo Wii. En þó er greinilegt að Wii mun ekki verða grafíkmonster eins og Xbox 360 og PS3, enda er henni ekki ætlað að vera það. Í raun má segja að Nintendo séu að halda aftur af sér hvað varðar grafíkstríðið til að einbeita sér og fá aðra leikjaframleiðendur til að einbeita sér að því sem því miður hefur dalað og fengið aftursætið þegar kemur að...

Leikmannaskipti hjá Orlando - Francis loks farinn (23 álit)

í Körfubolti fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Enn bæta New York menn á launaskránna sína, þó hún sé sú hæsta í deildinni og ekki eru þeir að afreka það sem þeir ættu að gera miðað við upphæðina. Allavega, Orlando sendi Steve Francis til New York fyrir Trevor Ariza og Penny Hardaway. Margir líta eflaust á þetta sem ágætis díl fyrir New York, en málið er að Francis hefur verið á niðurleið síðan hann kom til Orlando, því miður. Hann hefur alltaf verið þessi leikstjórnandi sem hugsar um eigin leik fyrst, svo þegar 4-5 sek eru eftir af...

Mitt lið - Orlando Magic 05-06 (7 álit)

í Körfubolti fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Minn NBA áhugi undanfarinn áratug eða meira hefur einskorðast nær eingöngu við Orlando Magic, er s.s die-hard fan. Síðustu tvö tímabil hafa verið frekar slöpp, og þá sérstaklega þarsíðasta tímabil. Skulum ekkert ræða þá skömm. En ég bíð spenntur eftir komandi tímabili, lofar góðu fyrir mitt lið. Steve Francis er víst farinn að spila eins og sannur leikstjórnandi núna skv. því sem íþróttafréttamenn hafa séð t.d á æfingum og í fyrsta pre-season leiknum gegn Atlanta í gær. Francis var eins og...

Miklar breytingar hjá Orlando Magic (9 álit)

í Körfubolti fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Nú fer NBA tímabilið senn að byrja aftur og hlakkar okkur körfuboltanötterunum eflaust flest öllum til. Það hefur mikið gengið á í sumar og hafa menn skipt um lið fram og til baka, hvort sem er af fúsum og frjálsum vilja eða hreinlega bara skipt fyrir annan leikmann. Stærstu leikmannaskiptin voru tvenn. Fyrsta lagi þegar Shaq-daddy fór til Heat og hins vegar þegar Tracy McGrady fór til Rockets í skiptum fyrir Steve Francis. Það sem ég ætla hins vegar að röfla um það er hið nýja Orlando lið....

Hvað er í gangi? (52 álit)

í Netið fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Kvöldið. Ég er með tengingu hjá Margmiðlun og hefur það verið allt í lagi gegnum tíðina. Ekkert út á það að setja nema hvað í dag sé ég að Margmiðlun hafa tekið 57þús krónur af reikningnum mínum, mér til mikillar undrunnar. Ég tjékka á málinu og þá kemur í ljós að þetta sé fyrir júlí, en þá segir að ég hafi farið tæpum 20gb yfir download limitið! SEM ER EKKI FRÆÐILEGUR MÖGULEIKI! Fyrir það fyrsta þá er ég ekki að downloada kvikmyndum, þáttum, tölvuleikjum, tónlist, forritum og tónlist. Ég næ...

Í minningu Wilhelms (58 álit)

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Einn af duglegustu notendum þessa áhugamáls er farinn yfir móðuna miklu. Wilhelm Magnús Alexandersson Olbrich lést af slysförum þann 4. september og mun útför hans fara fram á morgun, þriðjudaginn 14. september, frá Grensáskirkju kl. 13:30. Hann fæddist í Þýskalandi en hefur komið við á mörgum stöðum. Má þar nefna að hann hefur einnig búið í Japan, Grikklandi og Hollandi, ásamt Íslandi. Á síðu hans hjá Kennaraháskólanum skrifaði hann að hann væri á öðru ári af þremur í Bachelors of Education...

Preview: Metroid Prime 2 - Echoes (17 álit)

í Leikjatölvur fyrir 19 árum, 10 mánuðum
GameCube eigendurnir eru án efa margir sem eiga hinn margrómaða Metroid Prime sem kom út hér á landi í fyrra. Var það fyrsta skiptið sem Samus Aran, aðalpersóna Metroid leikjanna, birtist í eigin þrívíddarleik. Metroid Prime þótti bjóða upp á margt nýtt sem ekki hafði verið áður í fyrstu-persónu leikjum á leikjatölvurnar, en þar mátti meðal annars finna fjóra visors, uppfærslur á búning Samus og fleira. Einnig þótti skemmtilegt hvernig heimarnir blönduðust saman og mynduðu eina stóra heild....

GameCube mót (73 álit)

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Eins og margir vita þá var ætlunin að halda skemmtilegt mót í einhverjum völdum leikjum fyrir Nintendo GameCube fyrir jól, en eftir smá umhugsun þá var ákveðið að bíða með það fram yfir jól. Í stað þess að hafa þetta í jólastressinu, allir fyrir öllum og bara meiri líkur á veseni, þá var ákveðið að hafa þetta í janúar. Upphaflega ætluðum við að hafa þetta um miðbik mánaðarins en vegna smá örðuleika þá tafðist það aðeins, eða um hálfan mánuð, eða þar um bil. Einhverjir GameCube eigendur og...

Könnun leikjatölvuáhugamálsins 2003 (91 álit)

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hugarar góðir, það er komið að því (úff)… Í fyrra setti ég upp könnun undir nafninu “Veldu nú þann sem að þér þykir bestur” og féll því miður í grýttan jarðveg þegar niðurstöðurnar komu í ljós. Fólk var ekki á eitt sammála um hitt og þetta og var því mestu um að kenna þeim valflokkum sem voru “Verst”-eitthvað. Mistökin voru mín, að hafa þessa valmöguleika og gefa fólki færi á að kjósa eitthvað sem var ekki rétt. Núna er hins vegar komið að nýrri, öðruvísi könnun og er ekki hægt að velja um...

Breytingar á mannshuganum (25 álit)

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Frá árinu 1989 eða þar um bil hef ég verið nánast háður því sem kallast leikjatlölvur. Þær hafa vaxið á mig líkt og hrúðurkarlar festast á hvalina. Alla tíð hef ég verið svo gáttaður á því hversu mikilli skemmtun er hægt að troða í eitt leikjahylki, já eða geisladisk. En það er auðvitað misjafnt eftir leikjum hversu hátt þetta skemmtanagildi rís, eða fellur. Eins og flestir vita hafa mínar leikjatölvutilfinningar alltaf verið hjá Nintendo, eru þar enn og verða líklega áfram. Trúi ekki öðru....

Litla undur Gunpei Yokoi - (28 álit)

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Liðin eru nokkur ár frá því að fólk gat farið að spila leiki í farsímum sínum og hafa ákveðnir leikir skarað fram úr á því sviði. Þetta form leikja mætti kalla meðfæranlegt því hvar sem viðkomandi einstaklingur er þá getur hann spilað leikina. Upphaf þessarar leikjategundar má þó rekja til ársins 1980 og er þar með talsvert eldra en farsímaleikirnir. Það muna eflaust margir eftir gömlu lokanlegu tölvuspilunum frá japanska leikjarisanum Nintendo, Game & Watch, en það eru þó aðallega þeir sem...

The Wind Waker: Tingle Tuner (27 álit)

í Leikjatölvur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
The Legend of Zelda leikirnir hafa verið þekktir frá upphafi þeirra sem einhverjir skemmtilegustu leikir sinnar tegundar, tja eða bara hreinlega skemmtilegustu leikirnir sem eru á markaðnum. Frá fyrsta leiknum hefur fólk spilað sem Link og barist gegn illu til að bjarga hinni vandræðamiklu prinsessu Zelda. Þetta ættu auðvitað flestir að þekkja nú orðið og ætla ég ekkert að einbeita mér að sögu þessara leikja eða sambandi Link og Zelda. Ég ætla að mér að skrifa örlítið um lítinn vin hans...

Hands-on: Metroid Prime (33 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Eins og flestir vita sem fylgjast eitthvað með þessu áhugamáli þá er væntanlegur til landsins Metroid Prime, en hann á að lenda þann 21. mars. Mikið hefur verið rætt um þennan leik og mikið lofaður. En nú gefst okkur tækifæri á að spila þennan leik og fleiri með FreeLoader. Ég ætla ekki að ræða neitt nánar um þann einstaka hlut heldur ætla ég að röfla smá um stuttan prufutúr á Metroid Prime. Sphere lumar á einu stykki Metroid Prime sem hann pantaði sér á netinu en ég bíð spenntur eftir mínu...

Colin McRae Rally 3 [Xbox] (8 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Nú þar sem þessi grein er búin að vera á BT.is í smástund þá ákvað ég að leyfa mér að setja hana hérna á huga líka. Ég læt enga mynd fylgja en upphaflega er greinin birt á BT.is og skrifuð fyrir þá síðu og eru myndir þar. Greinina má finna á forsíðu BT.is. Colin McRae Rally 3 [Xbox útgáfan] Framleiðandi: Codemasters Spilendur: 1-4 Tegund: Bílaleikur Aldur: 3+ Einnig til á PlayStation 2 Væntanlegur á PC og GameCube Colin McRae hefur verið einn fremsti ökumaður heims í ein 15 ár og er að mig...

Það besta og það versta 2002! (105 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Sælir góður notendur og gleðileg jól og senn gleðilegt nýtt ár. Nú er árið senn á enda og höfum við leikið okkur eflaust mjög mikið í tölvuleikjum í gegnum árið og eflaust aldrei meira en nú um jólin. Eins og þið eflaust munið eftir þá settum við upp kosningu hérna á áhugamálinu þar sem þið gátuð valið hvað ykkur þótti best og hvað ykkur þótti verst. Eflaust fannst ykkur flestum of mikið til að kjósa um og verður það tekið til greina og ekki verða eins margir valmöguleikar næst. Trust me,...

Leikjatölvufíkill í 14 ár (52 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Oft hef ég verið litinn hornauga fyrir að vera mjög svo harður Nintendo maður en það er nú ekki hægt að kalla mig t.d Anti-Xbox þessa dagana. Ónei, eins og eflaust nokkrir lesendur hafa tekið eftir eignaðist ég fjórðu Next-Gen tölvuna núna á mánudag og á ég þar með þær allar. Það sem ég vil meina er að ég sé ekki hatursmaður t.d Xbox eða PS2. Eins og ég sagði í síðustu grein minni þá ákvað ég að njóta þess besta sem hver og ein hefur upp á að bjóða. En mér datt í hug að skrifa smá um hverja...

Ertu innanhúsarkitekt? (56 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Fyrir ekki svo löngu síðan þá þoldi ég fátt minna en Xbox, svarta hlunkinn frá Microsoft en mér þótti þó alltaf nokkrir leikir í hana nokkuð áhugaverðir. Ég bölvaði henni í gríð og erg og sagði að ég mundi aldrei eignast þetta ferlíki og ætlaði heldur betur að standa við það. Ég las ýmsar fréttatilkynningar, greinar og stuff á forums um Box of death sem einfaldlega pirraði mig og fékk mig til að þola The nemesis of Hulk enn minna. Ég ætla aðeins að segja ykkur frá litlum atburð sem leiddi...

Veldu nú þann sem að þér þykir best/ur... (89 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Núna er árið senn á enda og þá langaði mig að biðja ykkur að senda inn ykkar “atkvæði” um það Besta og það Versta sem af er árinu. Vinsældakosning Leikjatölvuáhugamálsins. Þetta hefur verið litríkt ár fyrir okkur sem leikjatölvuáhangendur og margt hefur gerst, gott sem slæmt. Svo við rifjum upp eitthvað af fréttum liðins árs þá t.d lentu Xbox í vetur og GameCube í vor þannig að flóð leikja varð enn meira. Stórleikir á borð við GTA:VC, Eternal Darkness og Halo komu út sem og margir aðrir...

KoRn - Sagan í "stuttu" (31 álit)

í Rokk fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég ætla ekki að fara út í einhverjar persónulýsingar, “af hverju hann syngur um þetta og þetta lag er um þetta”. Það er orðið old og finnst mér vanta almennilega grein um þá félaga í KoRn, þeirra feril og lífið eftir pöbbatónleika. Ég sendi þessa grein á Rokk þar sem tvær aðrar voru komnar á Metall. Hinar voru svo sem ekkert slæmar, ég vil bara segja þeirra sögu almennilega þó ég upplýsi ekki alla mína vitneskju. Ef ég gerði það þá væri þetta ENN lengra og komið út í leiðindi að mínu mati....

Jólaleikirnir í ár! (79 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Núna er rétt um mánuður í peningaplokktíðina og hátíð verslunarmanna, já og gleðitími fyrir okkur sem fáum jólapakka, þó helst harða ;) Skammdegið þyngist sem þýðir að við sjáum betur á sjónvörpin. Það þýðir líka að við hljótum að fá leik(i) í jólagjöf. Annars verðum við þunglynd, skammdegisþunglyndi er alvarlegur sjúkdómur. Svo að við krefjumst, er það ekki, að fá andlega og sjónlega afþreyingu. ;) Eins og margir vita þá er úrval leikja í ár mjög gott og því verður erfitt að velja sér leik...

The Return of Samus Aran (33 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þar sem Metroid Prime mun koma út í Ameríku á morgun, mánudaginn 18. nóvember þá ákvað ég að skrifa litla grein um þetta fyrirbæri og rifja upp það sem hann er og hvað hann er ekki. Það skal taka fram að í þessari grein gæti verið spoilerar svo að þið sem ekki viljið vita mikið um þennan leik fyrr en þið spilið hann skuluð bara forðast að lesa þetta. That said… let´s begin… Til að byrja með þá er þetta ekki þessi venjulega First Person Shooter (héðan af, FPS). Metroid Prime er meira um að...

Eternal Darkness: Sanity´s Requiem (GCN) (18 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
“What you can see scares you. But what you can only hear but not see makes you keep your faith. Let there be mercy on your sanity, for Eternal Darkness is upon us” Eternal Darkness er nýr “survival horror” leikur frá Silicon Knights sem eru frá Kanada. Þetta fyrirtæki hefur verið að hanna leikinn síðan á dögum N64 svo að hann er orðinn nokkuð gamall þó hann sé nýr fyrir okkur Evrópubúa. Þeim hjá Nintendo leist svo vel á leikinn að þeir báðu SC að gera hann fyrir Nintendo Dolphin sem þá var...

Stóra tilkynning Nintendo: Vangaveltur! (43 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Margir hafa verið að velta því fyrir sér HVAÐ þeir ætli að tilkynna þarna í desember. Ég hef líka velt þessu fyrir mér en ég ætla að koma með nokkra punkta sem ég hef séð á netinu sem og mínar eigin hugleiðingar. Eins og einhverjir hérna á þessu áhugamáli vita þá tilkynntu þeir hjá Nintendo núna í sumar að þeir ætluðu að koma með stóra frétt/tilkynningu í desember, en hver verður hún? Það veit það enginn nema Nintendo sjálfir og þeir eru þekktir fyrir að vera með vel krepptar rasskinnar og...

Grant Hill (14 álit)

í Körfubolti fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Grant Hill gekst undir þriðju aðgerðina á vinstri ökkla núna í fyrra, eftir aðeins 14 leiki síðasta tímabils. Margir töldu að þarna væri um lokakafla í ferli Grant Hill að ræða. Sem er kannski ekki skrítið þar sem hann meiddist alvarlega með Detroit í Playoffs og fór undir hnífinn. Á hækjum en með bros á vör gekk hann til liðs við Orlando sumarið 2000. Fréttamenn litu á hann sem “done deal” og gátu ekki ímyndað sér að þessi maður ætti eftir að ná fyrri styrk og getu. En Hill var staðráðinn í...

Viltu skipuleggja leikjatölvumót? (17 álit)

í Leikjatölvur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Sælt veri fólkið Við erum þrír í að skipuleggja leikjatölvumót. Við þurfum fleiri til að aðstoða okkur við ákvarðanatöku og skipulagningu. Ert þú til í það? Við erum að leita að 2 einstaklingum sem eru tilbúnir í að hjálpa okkur við skipulagningu, uppsetningu og í raun allt sem við kemur mótinu. Það sem við erum að leita eru einstaklingar með brennandi áhuga á leikjatölvum (skiptir ekki máli hvaða) og að hann/hún sé tilbúinn í að leggja sitt af mörkum við að hjálpa til við þetta. Verkefnin...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok