Leikmannaskipti hjá Orlando - Francis loks farinn Enn bæta New York menn á launaskránna sína, þó hún sé sú hæsta í deildinni og ekki eru þeir að afreka það sem þeir ættu að gera miðað við upphæðina.

Allavega, Orlando sendi Steve Francis til New York fyrir Trevor Ariza og Penny Hardaway. Margir líta eflaust á þetta sem ágætis díl fyrir New York, en málið er að Francis hefur verið á niðurleið síðan hann kom til Orlando, því miður. Hann hefur alltaf verið þessi leikstjórnandi sem hugsar um eigin leik fyrst, svo þegar 4-5 sek eru eftir af skotklukkunni og hann ekki í opnu færi, þá annað hvort lætur hann bara vaða eða “æ já… það eru fleiri í liðinu víst” og sendir út í loftið: hann er með frekar marga tapaða bolta per leik.

Francis hefur verið frá fyrsta degi til vandræða í Orlando. Kornið sem fyllti mælinn fyrir Orlando var þegar Francis neitaði að fara aftur inn á völlinn í tapleik, þegar um 3 mínútur voru eftir. Honum fannst hann ekki eiga að vera þarna inná þegar leikurinn er hvort sem er tapaður og hann mótmælti Brian Hill, þjálfara, harðlega. Var hann settur í leikbann af félaginu en kom svo aftur inn í hópinn stuttu seinna. Síðan þá hefur Francis verið á boðstólnum í útsölurekkanum í Bónus.

New York er uppfullt af leikmönnum sem eru svona eiginlega “búnir” því þeir eru sendir til New York, liðs sem heldur að það sé lausnin að safna wannabe-superstars og bæta á launaskránna. Þessir leikmenn, ásamt ofvöxnu og ofmetnu launum þeirra, eru að fara með New York til andsk.. held ég, því þeir eru flest allir, eins og ESPN orðaði það: me-first leikmenn og chemistry-terrorists.

Hvað ætlar New York að gera við tvo leikstjórnendur sem hugsa fyrst og fremst um sinn leik? Francis og Marbury eiga eftir að skiptast á hnefum einn daginn á miðjum vellinum því þeir geta ekki ákveðið hvor þeirra á að eyða skotklukkunni. Þetta gæti gengið upp, hver veit. En ég held bara hreinlega að þetta séu þannig leikmenn að þeir ganga ekki upp saman.

Tja, Orlando? Ég hélt í fyrstu að Steve gæti gert góða hluti með Orlando, hélt svona aðeins með honum fyrsta tímabilið því ég vildi að hann meikaði það. En núna í byrjun þessa tímabils fór ég að efast um drenginn og er lifandi feginn að hann sé farinn. Þarna losnar Orlando við dágóða launasummu eftir þetta tímabil þegar samningur Penny´s rennur út, en ekki er vitað hvort hann spili eitthvað með Orlando. Ariza er leikmaður sem mér skilst að hafi ágætis hæfileika og geti spilað fínt, en hafi verið í bjarnarklóm þjálfarans þessa tímabils, rétt eins og Darko Milicic var hjá Detroit þegar Brown var þar.

Sem leiðir okkur að skiptum Orlando og Detroit. Orlando sendu hinn símeidda Kelvin Cato til Detroit fyrir þá Darko Milicic og Carlos Arroyo. Milicic var eins og flestir vita annar í nýliðavalinu 2003, á eftir LeBron James. Margir héldu að þarna væri á ferðinni einhver rosalegasti miðherji í lengri tíma, hefði mikla hæfileika og gæti gert hvaða lið sem er að meistaraefni. En hann fann sig engan veginn í NBA, var hræddur hreinlega og endaði djúpt úti á varamannabekk Detroit, þökk sé harðræði Larry Brown þáverandi þjálfara Pistons. Brown gaf Milicic aldrei almennilegt tækifæri á að ná tökum á NBA. Hann gagnrýndi hann harðlega í blöðum og svo framvegis. Getum orðað þetta þannig að Brown fannst Darko aldrei velkominn.

Það er vonandi að Darko nái að sýna sitt rétta andlit í liði sem hefur hreinlega alls ekki staðið sig undanfarin ár. Orlando vantar stóran mann til að spila við hlið Dwight Howard, hins stórefnilega power forward. Ef Darko nær sér á strik, þá gætu þeir tveir myndað alveg helvíti gott tvíeyki undir körfunni. Darko getur spilað, það efast enginn um held ég. Hann bara hefur aldrei fengið það traust eða tækifæri sem hann þarf á að halda.

Arroyo átti mikinn þátt í velgengi Puerto Rico á síðustu Ólympíuleikum en hann er leikstjórnandi sem Orlando vantar: hugsar um aðra í kringum sig, ekki bara eigið stigaskor. Orlando gerðu rétt með því að næla í Arroyo því þeir vissu að Francis yrði réttur farseðill frá Orlando innan tíðar. Nú hafa Orlando þrjá ágætis leikstjórnendur, einn af þeim er eitt mesta efni deildarinnar í dag að mínu mati: Jameer Nelson.

Orlando “stal” Nelson frá Denver í valinu 2004. Hann hefur sýnt það og sannað að hann er bæði stigamaskína og góður með boltann hvað varðar liðshugsun. Staðreynd: áður en Nelson meiddist, þá spilaði Orlando mun betur. Nelson og Howard munu sennilegast framlengja samninga sína við Orlando sumarið 2007 því báðir vilja þeir vera þarna. Dwight segist alls ekki vilja fara neitt annað því hann kann að meta félagið og Jameer vill enn síður fara, því á meðan önnur lið sniðgengu hann í nýliðavalinu 2004, þá reyndu Orlando hvað þeir gátu til að ná honum. Hann vill vera hjá liði sem vill hans framlag.

Hvað þýðir þetta fyrir Orlando? Eftir næsta tímabil, þegar samningur Grant Hill rennur út, þá eru Orlando 15-20 milljónum undir launaþaki NBA, neðar en öll hin liðin. Þá ættu þeir að vera í hvað bestri stöðu til að næla sér í einhvern af þeim leikmönnum sem verða með lausa samninga þetta ár (sumarið 2007). Þarna verða meinn eins og Paul Pierce, Mike Bibby, Vince Carter, Antawn Jamison, Dirk Nowitzki, Rashard Lewis og Chauncey Billups sem dæmi. Það má kannski minnast á það að Grant Hill hefur gefið í skyn, að ef þessi meiðslasaga hans fer ekki að taka enda (hann er aftur dottinn úr hópnum eftir að vera nýkominn inn aftur sökum aðgerðar á kvið), þá mun hann leggja skóna á hilluna við lok samnings hans við Orlando.

Orlando hafa nú losað sig við alla þá sem þeir fengu fyrir Tracy McGrady frá Houston. Cuttino Mobley fór fljótlega til Sacramento en þaðan til Clippers. Cato fór um daginn til Pistons og núna Francis til Knicks.

Hvernig framtíðin verður hjá Orlando veit ég ekki, veit bara að hún er bjartari en það sem hefur gengið á síðustu 2-3 árin. Þeir hafa nú öflugt tvíeyki undir körfunni, Howard og Darko (ef hann nær að sanna sig), góða/fína leikstjórnendur (Jameer, Arroyo og Dooling), fína skotbakverði og framherja (Stevenson, Garrity, Turkoglu og Hill - þegar hann er í lagi). Ef þeir næla sér í einhvern góðan fyrir tímabilið 2007-8 þá ættu þeir að vera í góðum málum í framtíðinni, sérstaklega hvað varðar Howard, Nelson og Darko, enn og aftur, ef hann nær sér á strik.

Ég gæti haldið endalaust áfram, en það er tilgangslaust. Ég er allavega feginn að hinn skapstóri vandræðagemsi hann Francis sé farinn. Nú er bara að vona að Orlando næli sér í góða menn sumarið 2007. Þeir hafa nú góðan og ungan grunn til að byggja í kringum.
Þetta er undirskrift