Könnun leikjatölvuáhugamálsins 2003 Hugarar góðir, það er komið að því (úff)…

Í fyrra setti ég upp könnun undir nafninu “Veldu nú þann sem að þér þykir bestur” og féll því miður í grýttan jarðveg þegar niðurstöðurnar komu í ljós. Fólk var ekki á eitt sammála um hitt og þetta og var því mestu um að kenna þeim valflokkum sem voru “Verst”-eitthvað. Mistökin voru mín, að hafa þessa valmöguleika og gefa fólki færi á að kjósa eitthvað sem var ekki rétt. Núna er hins vegar komið að nýrri, öðruvísi könnun og er ekki hægt að velja um neitt af því versta, enda eflaust margir sem nýttu sér það til að skjóta aðrar tölvur niður, sem dæmi, GTA3 minnir mig var valinn sá leikur sem hafði versta Gameplay á síðasta ári. Eflaust voru einhverjir sem ekki voru sáttir við þann leik en vissulega voru einhverjir sem bara voru að rakka PS2 niður. Munið: tilgangurinn með þessu er eingöngu til skemmtunar og ekki til þess að segja fólki hvað sé í raun best í heiminum. Þetta endurspeglar aðeins skoðanir þeirra sem taka þátt í þessu.

ATH: þó svo að ykkar leikur verði ekki valinn leikur ársins í einhverjum flokk eða yfir heildina, þá er það engin niðurlæging fyrir ykkur né leikinn. Takið því bara hvernig þetta fer og hafið gaman af, þetta er bara könnun á Huga en ekki þingkosningar.

Eins og ég sagði þá voru eflaust margir sem nýttu sér “Verstu” flokkana í fyrra til að rakka aðrar tölvur og jafnvel notendur niður. Nú fáið þið ekkert tækifæri á því. Nú getið þið eingöngu valið það besta eftir því sem ykkur finnst. EN, ég legg aftur áherslu á að þetta er ekki alvarleg könnun, s.s þetta er bara könnun yfir notendahóp þessa áhugamáls og endurspeglar ekki álit almennings um allan heim. Eingöngu gert okkur til skemmtunar og sjá hvernig árið stendur í fólki. Óþarfa rifrildi og skítköst á stjórnendur og notendur eru ekki liðin og ef einhver verður staðinn af því að vera með óþarfa leiðindi þá verður svari viðkomandi eytt. No need to flame others. Will someone get flamed? Eftir könnun síðasta árs þá hef ég sett upp strangari reglur og vona að þið virðið það. Tilgangur þeirra er að gera fólki grein fyrir því að þetta er eingöngu gert með skemmtun í huga og svo að þetta leysist ekki upp í eitthvað kjaftæði eins og síðast. Ég vil einnig minnast á að það er ekki óvitlaust að kíkja yfir greinarnar og korkana sem hafa komið á árinu, ekki endilega lesa það allt (geðveiki), heldur eingöngu sjá hvað var og meta svolítið Huga-hlutann út frá því.

REGLUR:

* Munið að velja samviskusamlega og þó þið eigið ekki einhverja af fjórum eftirfarandi tölvum þá annað hvort sleppið því að kjósa fyrir þá tölvu eða þá kjósið eftir tilfinningu eða ef þið hafið prófað einhverja leiki.

* Bullsvör verða ekki tekin gild. Bullsvar er t.d “Besti PlayStation 2 leikurinn: Britney´s dance beat” en þá er ég ekki að tala illa um þann einstaka leik, heldur er hægt að skynja kaldhæðni í svörum fólks og einnig af fyrri reynslu af viðkomandi. T.d ef viðkomandi er ekki PS2 eigandi og er á móti henni.

* Þið hafið eingöngu einn svarrétt, svo að þið skuluð vanda svör ykkar og eins og ég sagði, svara samviskusamlega. S.s, fleiri en eitt atkvæði frá sömu manneskju gildir ekki, eingöngu eitt skipti.

* Ef þið viljið leiðrétta svörin ykkar þá vinsamlegast Copy/paste gamla svarið ykkar yfir í nýtt svar og takið fram hver breytingin er og af hverju.

* Skítkast á aðra notendur og stjórnendur er ekki liðið. Ef þið hafið einhverja þörf fyrir að gagnrýna einhvern fyrir eitthvað, gerið það þá á mannlegan og yfirvegaðan hátt. Lesið yfir svarið ykkar og teljið upp á 10 og lesið svo aftur yfir það. Óþarfa blótsyrði og dónaskapur verður tilkynnt til vefstjóra.

* Þið eruð ekki á leikskóla. Þetta er Hugi, samfélag netverja og þetta áhugamál er samkomuhús leikjatölvueigenda. Console-stríð er ekki tilgangurinn með þessari könnun. Ef greinarsvör við þessari könnun (og síðar úrslitum hennar) brjótast út í einhvern ofsafenginn meting (smá metingur er leyfilegur, í hófi!), öfundsýki eða persónuárásir þá verður atkvæði viðkomandi aðila gert ógilt.

* Ekki skrifa neitt annað en heiti leiks/hluts fyrir aftan tvípunktinn. T.d “Besti Xbox leikurinn: KotOR FOKKÍNG RÚLAR”. Slíkt er asnalegt.

* Þessi könnun er eingöngu ætlað leikjatölvum, ekki heimilistölvum. S.s GameCube, PlayStation 2, Xbox og Game Boy Advance fær að fljóta með. N-Gage er ekki með vegna þess að hún hefur varla náð mikilli fótfestu hér á landi.

* Hægt er að svara til 20. desember, svör eftir það eru ekki tekin gild.

Þið vonandi skiljið þessar reglur. Þetta er ekki gert svona extreme til að vera leiðinlegur eða neitt þannig, þvert á móti, þetta er gert til þess að koma í VEG fyrir leiðindin. Þeir sem muna eftir könnun síðasta árs muna hvernig það fór. Ég hótaði að gera ekki aðra svona könnun en hérna er hún, breytt og ekki möguleiki á því að kjósa slæma hluti og þar af leiðandi ekki hægt að rakka aðra niður. BEHAVE! (Ótrúlegt hvað ein saklaus könnun getur verið eldfimt mál)

Ég hér með opna flóðgáttirnar og leyfi ykkur að svara þessu. Copy/Paste listann yfir í svarreitinn og skrifið svörin fyrir aftan tvípunktana.

Behave children….

————————————— ————————————————–

- Leikirnir -

Ævintýraleikur ársins:
Hoppskoppleikur ársins:
Skotleikur ársins:
Bílaleikur ársins:
Íþróttaleikur ársins:
Slagsmálaleikur ársins:
Hlutverkaleikur ársins:
Herkænskuleikur ársins:

GameCube leikur ársins:
PlayStation 2 leikur ársins:
Xbox leikur ársins:
Game Boy Advance leikur ársins:
Frumlegasti leikurinn:
Partíleikur ársins:
Leikur ársins yfir heildina:

- Tölvurnar -

Áttu GameCube:
Áttu PlayStation 2:
Áttu Xbox:
Áttu Game Boy Advance:
Eignaðistu GameCube á árinu:
Eignaðistu PlayStation 2 á árinu:
Eignaðistu Xbox á árinu:
Eignaðistu Game Boy Advance á árinu:
Vinsælasti aukahluturinn:
Frumlegasti aukahluturinn:

- Hugi -

Grein ársins:
Korkameistari:
Besti penninn:
Fréttahaukur ársins:
Notandi ársins:
Stjórnandi ársins:
Total Thurz 2003:
Þetta er undirskrift