Hands-on: Metroid Prime Eins og flestir vita sem fylgjast eitthvað með þessu áhugamáli þá er væntanlegur til landsins Metroid Prime, en hann á að lenda þann 21. mars. Mikið hefur verið rætt um þennan leik og mikið lofaður. En nú gefst okkur tækifæri á að spila þennan leik og fleiri með FreeLoader. Ég ætla ekki að ræða neitt nánar um þann einstaka hlut heldur ætla ég að röfla smá um stuttan prufutúr á Metroid Prime. Sphere lumar á einu stykki Metroid Prime sem hann pantaði sér á netinu en ég bíð spenntur eftir mínu eintaki (Where is it?) en það er væntanlegt vonandi innan tíðar í BT (NTSC version).

Þetta byrjaði allt á því að ég heimtaði að fá að prófa gripinn þegar Sphere fékk hann. Í raun höfðum við gert samkomulag okkar á milli að sá sem fengi hann fyrr mundi bjóða hinum heim til sín í reynsluakstur. Sú varð raunin að mitt eintak ætlar að verða heila eilífð að koma sér til skila og Sphere fékk sitt núna nýlega. Það var svo á laugardaginn sem Sphere bauð mér í heimsókn og leit ég til hans og það eina sem var í huganum var “Hvar er Prime?” og upp forum við og sá ég að dýrgripurinn var í gangi á flatskjánum og ég settist niður, tilbúinn til að taka við dýrðinni. Sphere hélt áfram í sínum leik og ég fékk að sjá unaðsleg umhverfi og æðislega smooth grafík, ég átti ekki til orð.

Ég dáðist að umhverfinu, hversu flókið það er og hversu ríkt það er af smáatriðum. Það eru sprungur út um allt. Ljós af einhverju tagi. Alltaf eitthvað að gerast einhverstaðar. Líka eitt sem ég tók eftir strax, umhverfið virkar alveg svakalega alien-like. Þetta er ekki eins og margir aðrir leikir þar sem geimumhverfi er oft mjög “man-made” í útliti. Þarna er allt svo ruglingslegt en samt svo einfalt í hönnun. Það er þó enginn staður eins, alveg eins og ég hafði lesið og séð myndir og video af. En núna fékk ég að sjá það loksins í leiknum sjálfum! Enginn veggur er eins, það eru mismunandi sprungur hér og þar, steinar sem standa út úr þeim, rætur á þeim og ég veit ekki hvað. Svo er gólfið brotið hér og þar, steinar liggja á því og rætur leika um svæðin eins og Deku tree hafi gert innrás. Það er nefnilega svolítill Zelda: OoT fílingur hérna. Hann sést ekki eða finnst strax, en smám saman þá fer maður að átta sig á því að hér er á ferð meistaraverk á skala Zelda: OoT! Umhverfin eru virkilega listræn fegurð!

Það eru ekki bara umhverfin sem eru svo stórkostleg. Heldur er Samus sjálf alveg með eindæmum laglegur mannaveiðari. Útlit hennar er svo hreint eitthvað en samt verður maður hálf skelkaður við að sjá hana, maður skynjar að hún sé öflug og vill ekkert fara bakvið tré til að kyssa stráka á kinnina. Hún er vel búin vopnum og tækjum en það safnast á hana aukabúnaður í gegnum leikinn. En búningurinn sjálfur er svo hræðilega snyrtilegur í leiknum að maður verður að kalla þetta fegurð. Byssan hennar glampar og maður sé dropa skvettast af henni í rigningu. Samus heldur við byssuna einnig þegar hún þarf að lyfta henni upp eða niður. Hún setur einnig hendina fyrir andlitið ef hún sér eitthvað skært en oft á tíðum sér maður andlit hennar, einbeitt og fagurt, glampa á glerinu. Þegar ég sá það fyrst með eigin augum þá hugsaði ég með mér “Okei, það á eftir að herma eftir þessu bráðleg”. Það er svo mikið af smáatriðum sem eru svo vel gerð sem í raun njóta sín ENGAN vegin í myndböndum sem við höfum séð á netinu. Þetta þarf að upplifa með eigin augum. En svo sá ég grappling beam… Eitt orð… VÁ! Að sjá hana kasta frá sér trufluðum rafgeisla sem síðan festist við einhvern krók og að sveiflast svo fram og til bara er bara, dásamlegt. Eins og með umhverfið þá er bara eitthvað sem segir við mann “listrænt”.

En eftir að hafa horft á Sphere gera, dáðst að Metroid í smástund og fengið smá info í minn óskýra koll þá rétti hann mér WaveBird-inn og bauð mér að prófa. Gæsahúðin sem ég fékk á bakið minnti mig á Death Mountain í Zelda: OoT.. þ.e hvað varðar stærð. Ég vildi bara spila fyrsta borðið, training einskonar því ekki vildi ég spoila neinu. Ég veit ekki hvort það var af því að ég hafði lesið svo mikið um controls í þessum leik eða eitthvað annað, en ég fílaði mig strax um leið og ég byrjaði. Stýringin virkar bara eitthvað svo fullkomin fyrir þennan leik. Það er reyndar smá challenge að læra á target lock-on, strafe og að horfa í kringum sig, en maður nær því fljótt. Gefið því korter-hálftíma, þá er það komið. Ég gekk up og sá þarna einhvern rofa og setti upp scan-visor og skannaði stöffið. Jíha! Ég fattaði ekki strax að ég var að gera þetta því ég hafði bara séð þetta í videos á netinu. En svo loks rann það upp fyrir mér að ég þurfti að skjóta á fleiri takka og þar næst ýtti ég á takka sem fékk mig til að brosa. Ég var rúllandi um í kúluformi og þvílík snilld! Hún virkar svo smooth og hikstalaust að það er nánast ótrúlegt. En áfram hélt ég og sá nokkra hálfdauða Space Pirates og ákvað að enda þjáningar þeirra með því að senda nokkur vel valin skot á þá. Svo kom ég að stóra kvikindinu, das boss! Úúúú! Ég stútaði því og þurfti ég að flýja geimstöðina áður en hún sprakk, en ég var svo upptekinn af því að drepa geimdúdda að þeir drápu mig… úbbs!

Þá tók ég eftir einum merkilegu! Litli bróðir Sphere sat við tölvuna sem er alveg við sjónvarpið! Ég hafði ekki tekið eftir honum því ég var svo upptekinn af leiknum og ég líka hugsaði “Ok… ég er fu**ed up!” Anyways… sorry Mini-Sphere :D

Ég ákvað að gera ekki meira í bili og leyfði Sphere að gera meira og var það ágætt. Fékk að sjá margt sem fékk mig til að biðja til Miyamoto og Retro. En uppúr því ákvað ég að fara heim því ég þurfti að sinna “mikilvægum” erindum. En í gær ákváðum við að hittast aftur og ég tók aðeins meira í Prime. Eftir að hafa horft á Sphere fikta við frekar merkilega þraut, sem snerist um það að snúa risastórum málmhlunkum, þá fékk ég að prófa aftur. Ég vildi, eins og fyrra skiptið, bara prófa fyrsta borðið, og ætlaði mér að klára það núna! Mér tókst að drepa stóra kvikindið aftur og þá tók við mikið hlaup og rúllun gegnum ganga, herbergi og rör… smá skothríð hér og þar en í minna lagi en áður, enda tímabundin dama á túr (Þ.e Samus Aran). Ég komst út og sá þá margfrægan óvin Samus sem ég ætla ekki að nefna og vissi ég þá og fékk tilfinninguna “This is it, we meet again!” og til Tallon IV hélt ég! Þar byrjaði Samus alveg vopnalaus fyri utan normal byssuna sína og gat ekki einu sinni rúllað sér. Mikið framundan!

Eins og ég sagði þá sá ég margt meðan Sphere gerði. Ég sá ótrúleg umhverfi, skemmtilega flókin og skemmtilega lífleg. Verð bara að segja að þó svo að umhverfið sé ekki eins stórt og maður fær ekki víðáttubrjálaði eins og í Halo, þá er það flottara og mun meira atmospheric. Ég á bara ekki til nægilega góð orð í mínum orðaforða til að lýsa þessu öðruvísi en “listræn fegurð”. Sá sem hefur spilað þennan leik og segir annað er bara með fordóma fyrir honum eða með alveg furðulega háa standarda. Halo hefur flottari og meira detailed textura, en Metroid Prime er bara svo fallega flókinn í hönnun að því verður ekki öðruvísi lýst en “See it to believe it”. Ég ætla þó að taka fram að ég hef mikið dálæti af Halo og finnst hann flottari en andskotinn! Það sem böggaði mig alltaf við Halo er höktið. Það er EKKERT hökt eða framratedrop í Metroid Prime. Skil ekki hvernig þeir fóru að því en það skal taka það til greina að Ratro Studios notuðu ekki eins detailed textures né bump-mapping eins og Bungie notuðu í Halo. Það hefur eflaust talsverð áhrif og ég vil frekar smooth gameplay með svona listrænu umhverfi eins og MP. Þó vil ég forðast mikinn samanburð á þessum tveim leikjum þar sem þeir eru svo fáránlega ólíkir. Þið skiljið það þegar þið spilið Metroid Prime, ef þið hafið spilað Halo, það er.

Þetta meistarastykki er væntanlegt hingað til lands 21. mars og finnst mér að enginn ætti að láta þetta framhjá sér fara. Mestu efasemdarmenn hafa lofað þennan leik og ég er sannfærður um að leikurinn hefði ekki getað verið betri. Third-Person view hefði ekki gert hann svona góðan. Fólk… þetta er brilliant!

Samus kveður í bili, pirruð út í alheiminn!
Þetta er undirskrift