Núna er rétt um mánuður í peningaplokktíðina og hátíð verslunarmanna, já og gleðitími fyrir okkur sem fáum jólapakka, þó helst harða ;) Skammdegið þyngist sem þýðir að við sjáum betur á sjónvörpin. Það þýðir líka að við hljótum að fá leik(i) í jólagjöf. Annars verðum við þunglynd, skammdegisþunglyndi er alvarlegur sjúkdómur. Svo að við krefjumst, er það ekki, að fá andlega og sjónlega afþreyingu. ;) Eins og margir vita þá er úrval leikja í ár mjög gott og því verður erfitt að velja sér leik sem maður vill í jólagjöf. Hvern vill maður og af hverju hann en ekki hinn? Það er stór spurning. Því ákvað ég að gera upp minn eigin lista en ekki í neinni ákveðinni röð, bara þeir sem ég vil. Þetta er ekki neitt spekingslega skrifað heldur er þetta bara litli púkinn í mér að skrifa niður jólakröfulistann. Takið eftir, jólakröfulistann :) I demand! :D Þetta er bara minn listi og ég væri til í að fá ykkar lista og smá info af hverju þið viljið viðkomandi leik. Minn listi byggist eingöngu á GameCube leikjum en það er bara vegna þess að mig langar að stækka GC safnið mitt. Mundi annars bæta við nokkum PS2 leikjum, svo sem GTA:VC og fleirum. Einnig ætla ég að bæta einum eða tveim aukahlutum inná listann en þið sjáið hvað það er… Einnig vil ég taka fram að á listanum eru bara leikir sem eru komnir eða eru væntanlegir á næstu dögum eða vikum. En svo gætu komið leikir sem maður mundi ekki eftir að vissi ekki af svo að listinn er ekki varanlegur… okei… that said… áfram með draslið :)

Þeir leikir sem ég á í GameCube so far eru…

Star Wars: Rogue Leader
Super Mario Sunshine
Super Smash Bros. Melee
Eternal Darkness
Resident Evil
Burnout
Spider-Man
Pikmin
Luigi´s Mansion

En jólin nálgast… og vonandi stækkar listinn um allavega einn leik enn :)

Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn ætlarað komí kvöld? Eða allavega í desember :)



Time Splitters 2
GameCube

Ahh.. mig langar í shooter :) Prófaði orginalinn einu sinni og fannst hann fínn en þó vantaði smá uppá 1P mode en overall var hann ágætur greyið. Ég er hinsvegar mjög spenntur fyrir þessum því ég er í ferkanntaða hjarta mínu mjög mikill FPS kall :) Mig langar að eiga góða FPS leik með góðu multi-player svo ég geti nú aðeins flengt vini og kunningja. Eyh? Er það deathmatch eftir jól? :Þ Hver vill vera með í smá asskicking? :) Free Radical eru nú að einhverju leiti fyrrverandi Rare-menn og ættu því að kunna að gera góða multi-leiki en við vitum auðvitað hvernig GoldenEye og Perfect Dark voru :) Brilliant multi :) Ekki má gleyma Turok 2 og Turok: Rage Wars :) Allt saman góðir multi :) Fátt skemmtilegra en að dúndra niður vini með öflugum smóker og sjá svo vonbrigðin leka niður nefið á þeim >:) Litli púkinn inní mér er mjög spenntur fyrir þessum…

Starfox Adventures: Dinosaur planet
GameCube

Þetta er jú síðasti leikur Rare fyrir Nintendo leikjatölvu þannig að maður verður eiginlega að eignast hann sem farewell item. Margir vilja þó meina að þessi leikur hafi eitthvað klúðrast hjá Rare, greinilega með hugann við eitthvað annað. T.d peningana hans Bill Gates. En allavega þá er þetta mjög flottur og skemmtilegur leikur, byggir á Zelda: Ocarina of Time control og spilast þannig séð svipað en þó vilja sumir meina að hér sé á ferð button-basher en ekki eins skemmtilegt bardagakerfi eins og í Zelda: OoT. En hvað um það :) Mig langar í flottan og skemmtilegan ævintýraleik og ekki skemmir að Fox McCloud sé í aðalhlutverki. Grafíklega er hann stórkostlegur. Með þeim flottari en gameplay skiptir líka máli og jafnvel svo miklu máli að grafík getur ekki bjargað viðkomandi leik. Þó held ég nú að SFA sé nú með góða blöndu af tvennu :) Ég býst allavega við ágætis leik en þó held ég að ég tæki TimeSplitters 2 framyfir þennan í bili… Nema ég heimti bara báða! ALLA! :D

Need For Speed: Hot Pursuit 2
GameCube

Bílar! Eitthvað fyrir mig :) Þeir sem þekkja mig vita að ég er bílakelling, eða fyrirgefið, bílakall. Stunda nám í bifvélavirkjun og ég veit ekki hvað :) En mig langar svo í góðan bílaleik, á bara Burnout í GameCube :) Ég hef alltaf verið smá NFS fan og margir sem ég þekki segja að þessi sé brilliant. Þó hef ég heyrt neikvæða hluti um hann, eins og til dæmis of þungir í beygjum, óraunveruleg control og hegðan bílanna. En hins vegar finnst mér hann líta mjög vel út, allavega það sem ég hef séð er ágætt. Þó sá ég einhverja auglýsingu í imbanum sem ég held að hafi verið úr PS2 útgáfunni, og sú útgáfa var pixelated og grainy :/ GameCube is da choice for me :) En ég er jú Nintendo kall í húð og hár…ehrm… :) Svo er heldur ekkert leiðinlegt að keyra um eins og mad man á Ferrari 360, Lamborghini Murcielago eða Dodge Viper. Mmmm… sounds good to me :D

Medal of Honor: Frontline
GameCube

Eins og ég sagði með TimeSplitters2 þá er ég FPS fan og mér finnst MoH:F mjög flottur og höfðar til mín, en flestir FPS gera það ef þeir eru góðir. Sama hvort þeir eru realistic (MoH, CS eða whatever) eða svona space stuff eða framtíðar dót, köllum það óraunverulegt (TS2, Turok, Quake, Unreal) þá hef ég gaman af því ef það er vel gert. En allavega þá er MoH:F að ég tel góður leikur og vel þess virði að krefjast í jólagjöf :) Alltaf gaman af WW2 stöffi :) Og ekki finnst mér skemma ef hann er krefjandi, hæfilega erfiður og spennandi :) Þessi er örugglega góður fyrir þá sem vilja WW2 leiki :) En… þó tæki ég TS2 framyfir hann en aftur á móti kemur aftur það sem ég sagði áðan…ÉG VIL ÞÁ ALLA! :D en fæ þó örugglega ekki :/ Oh cruel life!

007: Nightfire
GameCube

Agent Under Fire var nú mislukkaður Jón Bónda leikur eins og margir vita, svona allavega miðað við hvernig GoldenEye var á sínum tíma, snilld! Þessi fær þó ágætis einkunn á GS, 8.5 ef ég man rétt og það er ekki slæmt ef við tökum til greina að GS eru svolítið harðir á dómum í dag. Þetta er allavega enn einn FPS leikurinn sem mig langar soldið í. Hver vill ekki vera Jón Bóndi með flottar byssur, flotta bíla, flott tæki og tól og jafnvel eina bombu (ekki bókstaflega) sér til aðstoðar. Já eða eitthvað annað ;) Ég veit þannig séð lítið um hann en ég veit að hann er flottur, allavega flottari en AUF og örugglega betri. Ég vona allavega að þeir hafi lært af reynslunni :D Þessi fær þó ekki forgang hjá mér :) En ég vil samt góða FPS leiki svo að ef einhver veit eitthvað um hann, prófað hann eða séð hann, let me know. Hot or not?

Star Wars: Clone Wars
GameCube

Okei ég er smá, bara SMÁ Star Wars nörd. Enginn huge fan en bara smá. Alltaf bara smá. En mig langar soldið í þennan því þetta er held ég soldið cool action leikur. Maður fær að stjórna fullt af tækjum, allt frá speeders og upp í stóru walkers skilst mér :) Það finnst mér soldið töff. Ágætis grafík sýnist mér og einnig er hægt að spila hann í multi. Sounds nice to me. GS gefa honum nú 7.5 sem er ágætt á þeirra skala :) Eins og alltaf þá langar mig í multi player leik þar sem ég get stompað á vinum og kunningjum en einnig góðan 1P leik. Held það sé soldið cool að vera í multiplayer með félaga sínum, en svo sér hann drungalegan skugga yfir sér og heldur að það sé sólmyrkvi að nálgast. En svo lítur hann við og sér mig glotta eins og fáviti á AT-AT walker :D Ef það er hægt að stjórna þeim, YEAH! :D Einhver sem hefur prófað eða séð þennan leik? Again… Hot or not?

Mario Party 4
GameCube

Weee… Mario og félagar að gera það sem þeir gera best og eru þekktastir fyrir! Hoppa og skoppa um allt, látandi eins og fífl í einhverjum leikjum og skemmta okkur við það! :) Fullt af Nintendo vitleysingjum að hoppa og skoppa fyrir okkur í alls kyns leikjum og eru leikirnir örugglega skemmtilegir. Þetta er nú aðallega ætlaður sem party/multiplayer leikur, eins og nafnið segir til um. Mario og félagar hoppa um á stimplum, fara í körfubolta, einhverskonar lúdó og svo í rússíbana. Sounds fun, en aðrir leikir fá forgang :) En það er alltaf gaman að fíflast með vinum og kunningjum :) Hvort sem um er að ræða blóðuga shooter leiki eða vitleysis partý leikir. Örugglega brilliant!

Nintendo WaveBird
GameCube

Mmmm… mig hefur alltaf langað í perfect þráðlausan controler og Nintendo svöruðu ósk minni með því að gefa út WaveBird fyrir GameCube. Þið vitið eflaust margt um þetta og þarf því ekkert að lýsa þessu undri fyrir ykkur börnin mín. Það er fátt þægilegra en að getað legið, sitið eða staðið nánast hvar sem er eða hvernig sem er og spilað góðan leik. Það getur maður með WaveBird :) Ég allavega bíð spenntur eftir að getað legið uppí rúmi fyrir framan imbann og spilað t.d TimeSplitters 2 eða Starfox. Þetta er skyldueign fyrir þá sem vilja þægindi. En auðvitað eru sumir með sjónvarpið það nálægt rúminu að þeir þurfa þetta ekkert, svo þá er þetta ekkert skyldueign :) En snúran nær ekki alveg að þegar ég ligg uppí mínu rúmi svo þetta væri kærkominn hlutur í minn jólapakka!

Memory Card 251
GameCube

Argh… fátt meira pirrandi að ætla að fara að seiva en svo kemur á skjáinn “Not enough free blocks” og maður verður bókstaflega agndofa og pirraður. Kannski eru save inná MC sem maður bara getur ekki haft í sér að eyða, hvað getur maður gert? TADAAA… MC251 kemur til bjargar! Kærkomin viðbót í GC safnið mitt þar sem mitt gamla MC er orðið fullt. Alltaf gott að eiga nóg pláss til að bjarga andlegri heilsu sinni svona af og til ;)



Þetta er svona þannig séð listinn minn, sumt vil ég meira en annað augljóslega og sumt er bara hugleiðingar og ekki enn komnir með öruggt sæti á listanum. Ef þið vitið um einhverja aðra góða leiki á GameCube þá endilega mælið með þeim :) Megið líka alveg mæla með PS2 leikjum en Xbox leikir koma ekki til greina fyrir mig þar sem ég á ekki Xbox :) Allavega ekki í bili… Eins og ég sagði í byrjun greinar, endilega komið með ykkar lista. Jólin eru jú að koma þannig að við þurfum að vita hvað við eigum að gefa hinum ;) Ég allavega vona að ég fái eitthvað af góðum leikjum og aukahlutum og ég vona það líka að þið verðið sátt/ir. Jólin eru að koma :D

Rosalega líður tíminn…. ha… jólin eru að koma! Drífið ykkur að skrifa niður listann! :D
Þetta er undirskrift