Sælir góður notendur og gleðileg jól og senn gleðilegt nýtt ár. Nú er árið senn á enda og höfum við leikið okkur eflaust mjög mikið í tölvuleikjum í gegnum árið og eflaust aldrei meira en nú um jólin.

Eins og þið eflaust munið eftir þá settum við upp kosningu hérna á áhugamálinu þar sem þið gátuð valið hvað ykkur þótti best og hvað ykkur þótti verst. Eflaust fannst ykkur flestum of mikið til að kjósa um og verður það tekið til greina og ekki verða eins margir valmöguleikar næst. Trust me, það var leiðinlegra en andskotinn að taka þetta saman svo þetta verður auðveldara næst. Kosningin fór fram í greinarsvörum við greininni Veldu nú þann sem að þér þykir bestur og tóku alls 35 notendur þátt í henni sem er svo sem ekki mikil “kjörsókn” en þó alveg sæmileg. Merkilegt nokk að sumir hafi nennt að svara flestu af þessu. Þó skal taka fram að það var ekki nauðsýn að svara öllum valmöguleikum til að valið yrði gilt. Einfaldlega þurfti að svara því sem hver og einn vildi.

Þó voru nokkrir sem svöruðu illa eða einfaldlega fóru útfyrir efnið, þ.e út í PC leikjamarkaðinn og var hann ekki einn af valmöguleikunum. Það sem kosið var um voru leikjatölvurnar (PlayStation 2, GameCube, Xbox og Dreamcast). Þau atkvæði sem voru annað hvort óljós eða ekki innan sviðs kosningarinnar voru ógild. Bið ykkur að vanda valið betur næst eða hreinlega að sleppa því.

Það sem kemur hins vegar í ljós í þessari kosningu er það að þeir sem eitthvað nenna að gera á þessu áhugamáli eru Nintendo eigendur og aðdáendur þó svo að PlayStation eigendur hafi fylgt vel á eftir en fjarvera Xbox eigenda var töluverð fannst mér. GameCube var valin leikjatölva ársins með miklum yfirburðum og sama er að segja um besta controllerinn. Xbox stóð sig því miður ekki nægilega vel í þessar kosningu því hún er bæði verst hannaða tölvan og með versta controllerinn. En það er auðvitað ekkert úrslitaatkvæði um gæði tölvunnar því þetta er bara álit þeirra sem kusu, og virðast Nintendo eigendur vera þar í meirihluta. Xbox eigendur, standið ykkur betur næst! Þetta eru bara nokkur dæmi en þið sjáið niðurstöðurnar hér fyrir neðan. Nintendo stóðu sig vel í þessari kosningu því þeir voru einnig kosnir framleiðandi og útgefandi ársins og leikir þeirra fengu verðlaun fyrir leik ársins og skemmtilegasta leik ársins. Margir voru þó sárir út í Microsoft fyrir að kaupa Rare af Nintendo en sá atburður er kosinn Frétt ársins og Vonbrigði ársins. Microsoft stóðu sig vel þar! ;)

Af notendum áhugamálsins og kosningu um þetta áhugamál kom í ljós að truexxlie er mjög svo óvinsæll (20 af 23 atkvæðum) en hvers vegna verður ekki upplýst hér í þessari grein. Hann er ekki bara óvinsælasti hugarinn heldur einnig thurs ársins (15 af 20), flamer ársins (16 af 17) og stigahóra ársins (11 af 17), heldur er hann líka það sem notendum finnst leiðinlegast við áhugamálið (7 af 24). Setti tölurnar inn til að sýna yfirburði truexxlie á þessu áhugamáli Skemmtilegast við áhugamálið eru greinarnar sem margar hverjar eru mjög vel skrifaðar og vel uppsettar og virðist það hafa skilað sér. Greinar ársins voru Zelda greinin eftir Aage og svo loks kosningagreinin sjálf en þær urðu jafnar, með 4 atkvæði hvor.

Að lokum vil ég þakka ykkur fyrir frábært ár og vona að næsta ár verði betra hér á þessu áhugamáli. Þið hafið öll verið þrælskemmtileg en þó eru sumir sem eru einfaldlega smásveppir. Með jólasveina og tívolíbombur í huga óska ég ykkur gleðilegs nýs árs!



LEIKJATÖLVURNAR OFL!
Leikjatölva ársins: GameCube
Leikur ársins: Metroid Prime
Útgefandi ársins: Nintendo
Leikjaframleiðandi ársins: Retro Studios
Leikjakarakter ársins: Mario
Skemmtilegasti leikur ársins: Super Mario Sunshine
Leiðinlegasti leikur ársins: jafntefli -> Universal Studios og State of Emergency
Frétt ársins: Microsoft kaupir Rare
Klúður ársins: jafntefli -> Starfox Adventures og Microsoft kaupir Rare
Vonbrigði ársins: Microsoft kaupir Rare
Besta grafíkin: Resident Evil
Versta grafíkin: BMX XXX
Besta hljóðið: Eternal Darkness
Versta hljóðið: Of margir sem fengu bara eitt atkvæði - Ógilt
Besta gameplay: Super Mario Sunshine
Versta gameplay: GTA3
Besti controllerinn: Nintendo GameCube controller
Versti controllerinn: Microsoft Xbox controller
Besta hönnun vélar: Nintendo GameCube
Versta hönnun vélar: Microsoft Xbox
Besti aukahluturinn: Nintendo WaveBird
Versti aukahluturinn: 3rd Party dót
Flottasta cover leiks: Eternal Darkness
Versta cover leiks: jafntefli -> Tekken 4 og Resident Evil
Besta leikjatímaritið: jafntefli -> NGC Magazine og OPSM2
Versta leikjatímaritið: Nintendo Power
Vefsíða ársins: IGN

HUGI!
Grein ársins: jafntefli -> The Legend of Zelda [Nintendo GameCube] og Veldu nú þann sem að þér þykir bestur
Versta grein ársins: Halo multiplayer strategy: Weapons [Xbox]
Greinarhöfundur ársins: jonkorn
Korkameistari ársins: jonkorn
Kannanakóngur ársins: jafntefli -> Birkirf, truexxlie og andrihb
Vinsælasti Hugarinn: jonkorn
Óvinsælasti Hugarinn: truexxlie
Skemmtilegast við áhugamálið: Greinarnar
Leiðinlegast við áhugamálið: truexxlie
Thurs ársins: truexxlie
Flamer ársins: truexxlie
Stjórnandi ársins: jonkorn
Notandi ársins: aage
Stigahóra ársins: truexxlie
Þetta er undirskrift