The Return of Samus Aran Þar sem Metroid Prime mun koma út í Ameríku á morgun, mánudaginn 18. nóvember þá ákvað ég að skrifa litla grein um þetta fyrirbæri og rifja upp það sem hann er og hvað hann er ekki. Það skal taka fram að í þessari grein gæti verið spoilerar svo að þið sem ekki viljið vita mikið um þennan leik fyrr en þið spilið hann skuluð bara forðast að lesa þetta. That said… let´s begin…

Til að byrja með þá er þetta ekki þessi venjulega First Person Shooter (héðan af, FPS). Metroid Prime er meira um að rannsaka umhverfi og einskonar ævintýraleikur séður frá augum aðalpersónunnar, Samus Aran. Samus er fengin til að rannsaka Tallon IV, en grunur leikur á að Space Pirates séu þar með Metroid ræktun, en Metroids eru einskonar krabbaleg fyrirbæri sem eiga það til að vilja sjúga sig föst við höfuðið á manni. Svipað og Face huggers í Alien. Hún kemst að því að það sé í raun satt og mun því taka það að sér að útrýma þessari ræktun og um leið taka aðeins á Space Pirates. En það er bara söguþráðurinn í stuttu, en í raun hefur MP ekki beint söguþráð, maður leikur bara Samus og stjórnar hennar rannsóknum og ævintýri í gegnum leikinn. Maður stjórnar alveg hraða hans. Þess má geta að Metroid Prime er EKKI fyrsti Metroid leikurinn eins og eflaust margir halda sem ekki þekkja mikið til sögu Nintendo. Fyrsti Metroid leikurinn kom út 1986 í NES og líka Metroid II en Super Metroid var í SNES. Þannig að þið sjáið að þetta er ekki eitthvað sem þeim var að detta í hug í fyrra. Samus Aran is back!

Samus er klædd í mikinn og glæsilegan, bronslitaðan og gylltan búning sem er heldur betur vígalegur. Á hægri hönd hennar er áföst byssa sem “morphast” í gegnum leikinn. En taka skal fram að það eru ekki mörg vopn í leiknum, einungis ein byssa sem hleður á sig aukabúnaði og fídusum. Hún er sem sagt alltaf með sömu byssuna en hún getur breytt henni með power ups í t.d freeze-beam og eins konar rocket-launcher bara svo dæmi sé tekið. Hún getur til dæmis fryst óvini og svo endanlega gert útaf við þá með einu rocket. Samus fær upgrades með því að rannsaka umhverfið og leita að powerups.

Til að rannsaka umhverfið hefur Samus um að velja 4 visora. Sá sem er svokallaður Combat visor er sá sem hún notar til að miða með og inniheldur helstu upplýsingar, svo sem kort og “Danger” mæli. Með þessum hættumæli getur hún séð hversu hættulegt umhverfið er og hvað hún skal forðast. X-ray visor, segir sig nokkuð sjálft hvað hann er, en með honum getur Samus séð í gegnum veggi og fundið ósjáanlegar hurðir eða útgönguleiðir, power ups eða hvað sem er. Dæmi um nice grafíkhönnun þá sést höndin á Samus innan í byssunni þegar maður notar X-ray Visor og sér maður hana fikta á ýmsum tökkum eða hvað hún er a gera. Heat-sense visor notar hún til að skyna t.d lífverur, þá lýsist lifandi hlutur upp og verður rauður og appelsínugulur. Svo er hún með Scan Visor en með honum getur hún fengið upplýsingar um óvininn, veikleika upplýsingar og hvað viðkomandi er. Allar upplýsingar vistast svo í sérstakan log-file sem hægt er að skoða hvenær sem er. Hver visor hefur sína kosti og galla auðvitað, en sem dæmi getur Samus ekki skotið með öðrum Visors nema Combat-Visor samkvæmt því sem ég hef heyrt. Þannig að hún þarf að drepa allt sem hún getur til að nota eitthvað af hinum, Heat-sense kæmi vel að notum ef maður er ekki viss hvort að allt sé dautt og Scan-Visor er nauðsyn ef maður finnur ekki útgönguleiðina. Retro Studios eyddu greinilega miklum tíma í að hanna og þróa Visor-ana en það er margt við þá sem er mjög framúrskarandi í leikjahönnun. Fyrir utan allt sem sést með þeim þá er margt sem sést Á þeim. T.d ef Samus sprengir alien bug þá slettis blóð á Visorinn en lekur svo af. Ef hún kemur uppúr vatni þá lekur vatn af visornum. Ef eitthvað skært “flassar” fyrir framan hana sér maður andlitið á henni og hún blikkar augum eða jafnvel lokar þeim til að forðast ljósið. Svo er mjög flott hvernig móða og dropar setjast á visora, en það gerist ef hún labbar nálægt heitir gufu t.d. Sumir óvinir gefa frá sér einhverskonar rafsegulbylgjur eða geislun því að ef Samus kemur nálægt þeim þá ruglast skjárinn og hún sér ekki mjög vel. Mjög flott gert. Einnig virðast sumir óvinir gefa frá sér rafmagn því ég hef séð í video bláan rafstraum leika um hana, þ.e visor-inn.

Tallon IV, sem er sá heimur sem Metroid Prime spilast á, er ekki skipt niður í borð. Þetta er eitt stanslaust “borð” ef svo má kalla og getur maður labbað um allt nánast en að sumu er ekki hægt að komast nema með upgraded búning eða upgraded gun. Hurðir opnast nefnilega með byssunni og sumar eru coveraðar í t.d ís og þarf Samus því að brjóta hann frá til að komast að hurðinni. Það sem gerir leikinn svo merkilegan er það að heimurinn er, eins og ég sagði, ekki borðaskiptur og enn merkilegra er að það er enginn loading tími. Á Tallon IV er margskonar gerðir af umhverfi. Þar eru íshellar og ísilögð vötn, skógur og klettar, sjóðandi heitir eldpyttir og fljótandi hraun, einskonar rústir af einhverri alien-creature borg o.s.frv. og er þetta allt í einum stórum pakka. Samus getur labbað á milli þessara staða hvenær sem hún vill og ekki í neinni sérstakri röð held ég, þ.e þegar hún er komin með flest öll upgrades ;) Það er mikið af flottum graphical touches í Metroid Prime. Ekki bara á Visorum heldur líka á Tallon IV. Það er mjög flott snjókoma sem dæmi, það eru ár þar og alls kyns gróður. Skrítnar byggingar, brýr og alls kyns pallar og alien-made hlutir. Það er alveg merkilegt hvað no-name fyrirtæki, Retro Studios, tókst að gera svona rosalega atmospheric leik í fyrstu tilraun. Og best af öllu, þeim tókst að halda í Metroid fílínginn þrátt fyrir fyrstu persónu sjónarhornið.

En meira af vinkonu okkar allra, rauðsokkunni Samus. Hún er ekki einungis með fjölþátta byssu og helvíti netta Visora, heldur er hún einnig með grappling beam og getur breytt sér í “roller ball” sem nýtist á margskonar hátt, einnig fær hún upgrade á stökkhæfileika sinn. Til að komast á milli fjarlægra staða þá notar hún grappling beam, en hann skýst úr vinstri hönd hennar og í króka sem hanga víðsvegar og getur hún því sveiflað sér á milli staða. Þessu getur spilandi alveg stjórnað því Samus hoppar ekki bara yfir, eins og í t.d Zelda: OoT heldur getur maður látið Samus sveiflast áfram og jafnvel breytt um stefnu. Samus getur í byrjun leiks hoppað mjög hátt og langt en þegar líður á leikinn þá fær maður upgrades í búninginn. Þeir sem vita hvernig búningurinn lítur út þá er hún með einskonar jetpack innbyggðan á bakið. Við það getur hún hoppað lengra og hærra. Taka skal fram að hoppin í Metroid Prime eru nánast fullkomin. Retro tókst að gera leikinn það vel að jafnvel hoppin, sem oft í FPS leikjum eru pirrandi, eru góð! Það eru litlar líkur á því að þú hoppir í sudden death því myndavélin/sjónarhornið virðist færast aðeins með stökkinu þannig að maður hefur fullkomna stjórn á hoppum og hvar maður lendir. En þá að kúlunni frægu. Samus kemst ekki út um allt enda í búning eins og NFL leikmaður, allavega MJÖG axlamikill búningur. Til að komast innum litlar holur, þrönga ganga eða einfaldlega hratt áfram, getur hún breytt sér í kúlu og rúllað sér áfram. Þegar hún breytir sér þannig, fer sjónarhornið úr 1st person út í 3rd person og er það mjög magnað að sjá. Retro eyddu 6 mánuðum bara í það að hanna það ferli. En í kúluformi getur Samus kastað úr sér sprengjum og notað þær til að skjóta sér upp í holur eða sprengja sig í gegnum veggi. En á sumum stöðum þar sem hún þarf að vera í kúlu þá sér maður leikinn sem side-scroller, flottasti side-scroller ever made takk fyrir. Það er magnað að sjá. Retro bættu svo inn í leikinn skemmtilegum fídus, einskonar half-pipe sem Samus þarf að nota til að komast á hærri staði, en maður fær einskonar hjólabrettatilfinningu í því.

Aftur vil ég koma því að, að Metroid Prime er EKKI FPS leikur. Hann spilast ekki þannig, hann virkar ekki þannig, hann er ekki gerður þannig og hann einfaldlega vill ekki vera það. Hann er gersamlega ný tegund af First Person leikjum og það er nokkuð víst að í framtíðinni eiga aðrir eftir að fylgja þessari nýju tegund. Ég vil endilega biðja ykkur að forðast, gersamlega að forðast, samanburð á Metroid Prime og t.d Halo. Þeir eiga ekkert sameiginlegt nema kannski sjónarhornið. Eins og ég sagði þá er Metroid Prime að koma með nýja tegund af FP leikjum sem mætti kalla FPE (explorer) eða FPA (adventure). Þannig að ekki fara að segja “Halo er betri en MP” eða “MP á eftir að buffa Halo” því í raun eiga þeir ekkert sameiginlegt og því ekki beint samanburðarhæfir. Þeir eru jú í fyrstu persónu, maður dúndrar niður allt og alla, en það er í raun allt og sumt. Þar að auki hefur Metroid Prime EKKI multiplayer möguleika enda er hann ekki gerður sem gun-brawler heldur sem ævintýra leikur, alveg eins og þeir gömlu góðu. MP þarf ekki multiplayer því hann hefur aldrei verið ætlaður sem þannig leikur.

Svona í lokin, fyrir þá sem eiga GameBoy Advance þá bíður ykkar skemmtilegur bónus, en þið verðið að eiga Metroid Fusion og GBA-GC link-up til að nýta þetta. Þannig getið þið spilað upprunanlega Metroid leikinn (sem kom út 1986) í GameCube og meira að segja notað búninginn sem Samus notar í Metroid Fusion í Metroid Prime. Hann er blár að mestu leiti, ekki eins flottur og MP búningurinn en ágætis tilbreiting.

Metroid Prime hefur fengið rosaleg lofsyrði bæði frá netmiðlum sem og fólki sem hefur spilað demó úr honum. Einkunnir hingað til eru: IGN - 9.8… GameSpot - 9.7… Gamers.com - 10. Það er nokkuð ljóst að hér er á ferð leikur sem enginn bjóst við að Retro gætu gert, toppleikur. Með c.a 50% af öllum hidden upgrades fundnum þá tekur c.a 20 tíma að klára hann, en með 100% allt af 35-40 ef maður rannsakar allt, finnur allt o.s.frv. Hann hefur þegar verið orðaður við Game of the Year þó hann sé ekki enn kominn út, en það er nú bara á morgun takk fyrir.

Það er margt meira hægt að segja um þennan leik, en ég læt þetta vera nóg í bili. Eitt veit ég fyrir víst, Retro Studios koma inn með látum og sjá til þess að GameCube eigendur sakni Rareware ekki mikið í nánustu framtíð. Retro eru í mínum huga arftakar Rareware og þeir byrja mjög vel.
Þetta er undirskrift