Grant Hill Grant Hill gekst undir þriðju aðgerðina á vinstri ökkla núna í fyrra, eftir aðeins 14 leiki síðasta tímabils. Margir töldu að þarna væri um lokakafla í ferli Grant Hill að ræða. Sem er kannski ekki skrítið þar sem hann meiddist alvarlega með Detroit í Playoffs og fór undir hnífinn.

Á hækjum en með bros á vör gekk hann til liðs við Orlando sumarið 2000. Fréttamenn litu á hann sem “done deal” og gátu ekki ímyndað sér að þessi maður ætti eftir að ná fyrri styrk og getu. En Hill var staðráðinn í að vinna sig uppúr þessu að afsanna efasemdarmenn. Blaðamenn, vinir og fleiri gátu ekki skilið af hverju hann valdi Orlando. En hann var staðráðinn í að þar vildi hann spila og honum þótti mjög spennandi ef Tracy McGrady myndi gangi til liðsins, hvað þá Tim Duncan. En ekkert varð úr Duncan draumnum. Hann æfði stíft, fór í “rehabilitation-sund” reglulega og spilaði körfubolta um leið og gifsið fór af. Hann var orðinn bjartsýnn og blaðamenn voru farnir að spá Orlando í Úrslitin með Hill í fararbroddi. Hill haltraði í gegnum Pre-Season og fór að lofa Tracy McGrady bak og fyrir, sagði að þarna væri stórstjarna á ferð. Fæstir hlustuðu nú á það, þar sem margir álitu hann “overpaid” B-klassa leikmann, enda ekki stórt nafn í Toronto, en hann er jú frændi Air-Canada. Allavega, tímabilið hófst og allt byrjaði vel. En það endaði snögglega fyrir Grant Hill. Eftir aðeins 4 leiki þá var hann búinn, ekki úr þreytu heldur ökklinn gaf sig. Hann þurfti aðgerð og var það mjög taugastrekkjandi fyrir hann. Hann fór í aðgerðina sem gekk vel og fljótlega var hann kominn aftur í æfingatreyjuna og farinn að skokka á hækjum, eða þannig séð… Margir litu á Orlando sem lið fullt af viðvaningum sem ekkert gátu. En þá blómstraði “overpaid” B-klassa leikmaðurinn. Tracy McGrady varð á nokkrum vikum einn af stærstu nöfnum NBA og er það enn. En ég er ekki að skrifa um það núna…

Annað tímabil hans hjá Orlando var að nálgast. Grant var hress og fannst honum ökklinn vera sterkari sem aldrei fyrr. Hann haltraði varla en fékk alltaf þennan sting í ökklann eftir nokkrar mínútur, og þurfti því klakapokann fræga. Tímabilið hófst og það rosalega fyrir Orlando, rótburstuðu Toronto með einhverjum svaka mun sem ég man ekki nákvæmlega. Blaðamenn og aðrir leikmenn NBA litu nú á Orlando sem liðið sem því var spáð að það yrði, stórlið. Tímabilið fór ágætlega af stað hjá Orlando, ekki hægt að búast við sprengingu þar sem það er ekki auðvelt að smyrja saman tveim stórstjörnum, Grant og Tracy. En Hill fékk slæmar fréttir eftir 14 leiki, hann þurfti ÞRIÐJU aðgerðina. Samkvæmt nánustu vinum Hills þá var hann við það að fá taugaáfall á þessum tíma en hann hélt ró sinni. Tímabilið hélt sinum vanagang og Orlando komst í Playoffs þar sem þeir voru slegnir út af Hornets, 3-1. Alltaf sat Hill á bekknum í jakkafötunum og sást í augum hans að viljinn til að vera þarna inná var mikill, en einnig sást sársaukinn. Ekki líkamlegi heldur andlegi. Þetta var að taka sinn toll á andlega líðan hans og höfðu margir áhyggjur af því. Ekki bætti það nú stöðuna að blaðamenn gerðu mikið úr því að Grant Hill væri búinn, ónýtur leikmaður og að Orlando hefðu keypt haltrandi hross sem gat ekkert. Sumarið kom og Hill fékk samviskubit ársins. Hann var með stórt sár á sálinni og gat ekki annað en beðið um launalækkun. Hann bað stjórnarmenn Orlando Magic um að taka af sér stóran hluta sem hann átti að fá borgað fyrir undanfarin tvö tímabil því hann hafði aðeins spila 18 leiki, og honum fannst hann ekki eiga peningana skilið. Það eru ekki margir leikmenn sem bjóða liðum sínum að draga laun til baka, enda er hann einn af fáum sannarlega heiðarlegum og góðhjörtuðum leikmönnum deildarinnar.

Hill gerði nú hvað hann gat til að sannfæra blaðamenn að hann væri mun betri í ökklanum eftir þriðju aðgerðina, enda annar skurðlæknir sem stóð að henni. Hann var núna að nálgast sitt þriðja ár með Orlando og fannst honum ökklinn betri núna en áður fyrr þegar hann var upp á sitt besta hjá Detroit Pistons. Blaðamenn voru með efasemdir eins og alltaf, leikmenn NBA voru ekki vissir og liðsmenn Orlando voru ekki fullvissir um að hann væri heill. En Grant ætlaði að afsanna alla efasemdamenn og æfingabúðirnar í ár voru vægast sagt góðar fyrir hann. Hann tók þátt í öllum æfingum, ólíkt fyrri 2 árunum. Hann stoppaði ekki til að nudda á sér ökklann né til að ná andanum. Hann var semsagt kominn í gott form og ökklinn var fínn. Hann hafði tekið sér sumarið í að byggja upp þol og styrk í ökklanum og það var að sýna sig. Hann var að taka samherja sína í Orlando í nefið og var að stinga orkuboltann Darrell Armstrong af í hraðaupphlaupum. Hann var semsagt öruggur með sjálfan sig og öruggur um að ökklinn frægi væri gróinn. Þeir sem til hans hafa séð segja að hann sé örugglega kominn aftur fyrir alvöru og að þetta árið verði stór prófsteinn fyrir hann og Tracy McGrady. Þeir eru komnir á það stig að vera ekki lengur að gefa stuðningsmönnum Orlando sem og stjórnarmönnum liðsins væntingar heldur eru þeir komnir að því að þurfa að sanna sig og gera eitthvað. Við vitum það öll að það er ekki hægt að ætlast til þess að hann verði gamli Grant Hill aftur, en ef allt gengur eftir þá verður hann nálægt því. Hann þarf í raun ekki að verða gamli Hill, hann hefur McGrady til að hjálpa sér og það er engin smá hjálp. Þeir reyndar þurfa tíma til að aðlagast ásamt Mike Miller. Á æfingum núna um daginn þá vildi enginn taka af skarið því þeir heldu að hinir ætluðu að gera það. Kurteisin var það mikil og virðingin fyrir hvorum öðrum að þeir vildu ekki taka “stórleikinn” af hinum. Þetta er eitthvað sem þarf að stíga yfir og þeir munu gera. Hill er auðvitað ryðgaður en hann er víst mjög vel staddur líkamlega og hann er léttur í skapinu.

Hvernig komandi tímabil á eftir að ganga fyrir aumingja manninn er óljóst. Ég vona það bara hans vegna að þetta verði gott ár og hann komist yfir þessi leiðinlegu og erfiðu meiðsl, enda má NBA ekki við því að missa hann þar sem hann er “one of the good guys” og gefur deildinni gott yfirbragð. Ég persónulega er mikill Orlando Magic fan en miðað við fyrri reynslu þá vil ég ekki gera mér neinar ofurvonir. Ég set allavega væntingar mínar á aðra umferð í playoffs. Enda held ég að Orlando séu núna loksins komnir með kjarna efnilegra leikmanna og getu til að spila alvöru körfubolta. Tracy McGrady mun væntanlega, eins og síðustu tvö ár, eiga MVP-candidate tímabil og ég vona að Hill eigi eftir að eiga gott ár. Þeir eru með mjög efnilega skyttur, Mike Miller, Pat Garritty og Darrell Armstrong sem núna verður varamaður, en hann blómstraði í því hlutverki 98-99 þegar hann fékk Sixth man award og Most Improved fyrstur manna í sögu NBA. Shawn Kemp er líka kominn en eins og Doc Rivers þjálfari Magic segir “We´ve got a long, long, long way to go” hvað varðar líkamlegt ástand Kemp, svo að ég held að hann verði ekki stór “factor” þetta árið. Það eina sem Orlando krefjast frá Kemp eru fráköst og varin skot. McGrady, Hill og allar skytturnar sjá um skorun. Hill finnst mér eiga skilið að fá séns, enda held ég að hann sé kominn aftur af alvöru. Mér finnst hann hafa fengið mjög ósanngjarna meðferð blaðamanna og áhugafólks um NBA körfuboltann, þar sem hann hefur aldrei gert neinum illt og vill öllum vel. En hann hefur verið rifinn niður og gert lítið úr orðum hans, sem mér finnst hann ekki eiga skilið. Svona leikmenn vaxa ekki á trjám.

Hvort sem þið eruð stuðningsmenn Orlando eða ekki þá held ég að þið getið ekki neitað því að NBA þarfnast Grant Hill. Hann er þessi leikmaður sem allir hafa gaman af. Það eru svo margir leikmenn í deildinni í dag sem setja svartan blett á NBA og það er ekki gott fyrir áframhaldandi áhuga fólks á boltanum. Vonandi er hann búinn að ná sér af alvöru og ég vona það að hann afsanni allar efasemdarspár. Hann fær allavega minn stuðning! Ekki endilega vegna þess að ég er Orlando fan, heldur vegna þess að ég vil frekar fá svona góða leikmenn, ekki endilega líkamlega góða eða góða “players” heldur með góðan persónuleika. Það er ekkert smá álag sem hefur verið á honum. Ég vona bara að blaðamenn hætti að gera lítið úr honum því svona meiðsli eru ekkert til að gera lítið úr, en samt brosir hann alltaf í gegnum þetta og mér finnst það aðdáunarvert af honum.

Áfram Grant Hill!!
Þetta er undirskrift