Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

fimma
fimma Notandi frá fornöld 42 ára kvenmaður
898 stig

Villt (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Ég leit djúpt í augu þér og gleymdi mér um stund. Nú ráfa ég eirðarlaus og áttavillt um ranghala sálar þinnar. Hugsanir þínar hringsóla stefnulaust, umlykja mig, varna mér vegarins út.

Regnbogalandslag (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 12 mánuðum
14. júní '99 Græn víðátta sem bylgjast út í fjarskann, hvít ský sem renna sér niður bláar fjallshlíðarnar, gul sól sem smellir geislakossum á rauð hjörtun.

Eitt (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Verum eitt um stund. Læstu höndum þínum í perluhvítt hörund mitt - og kreistu. Finndu heitan ilminn af rauðheitri þrá minni - og bíttu. Heyrðu hraðan hvininn í öru blóði mínu - og njóttu. Verum eitt um stund - svo ei meir.

Heima (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Heimahagarnir ætíð svo litfagrir í síkvikri birtu minninganna. Stundum sveipaðir skærgrænum hjúpi með hágulum blómum á dreif. Stundum brakandi hvítir, ósnortnir, flekklausir. Í verunni vorar þar seint & vetrar illa; bernskuslóðin klædd móskulegum kufli.

Uppgjör (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ég missti allt of mikið, ég gaf þér of margt. Ég fékk aldregi skilið þá forhertu sál. Af augum mínum hrutu perlutár en þeim var kastað fyrir svín. Hugur þinn í ræsinu, hjartað víðs fjarri. Þú gast aldrei meðtekið þá ást sem ég bauð. Bitur og gröm er ég bundin við þig; bar'að ég gæti mig losað. Því vil ég hripa þér hinstu kveðju og hreinsast af þér - að fullu.

Fyrsti geislinn (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Svefnmjúk er nóttin sem geymir okkur bæði. Kaldur er geislinn sem sker morgunbleik skýin. En fagurt er þó bros þitt í fyrstu birtu dagsins.

Nótt með þér (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Syndum prýdd eru augu þín, brosið hlaðið djöflum. Aðeins í nótt mun ég dansa við lostfagran líkama þinn; á morgun er glötuð mín sál.

Til þín - með þökk (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Í villugjörnum ranghölum lífsins tekur þú í hönd mína og leiðir mig heim. Í biksvörtu djúpi næturinnar kveikir þú mér kertaljós og vísar mér veg. Í botnlausum hyljum sorgarinnar heldur þú mér sem fastast og ég læt huggast.

Saga (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Sjá öll mín ófleygu orð sem enga hafa vængi. Allt sem þau vilja er að sögja þér sögu um draum sem engan dreymir. Sögu af myrkri, af kulda, af þögn; sögu af einsemd og dauða. Allt er það geymt í orðunum þeim sem aldrei geta flogið alla leið til þín.

Nætur (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mínar nætur eru ekki bláar, þó sumar þeirra þekki ekki svefninn. Nei, ekki bláar. Grænar – Eins og gras að sumri, haf um vetur. Eins og augun hans eru mínar nætur.

Horfin (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Þetta er nú eiginlega frekar örsaga en smásaga. Upprunalega var þetta reyndar hugsað sem einhvers konar prósaljóð en gekk samt ekki inn á ljóðaþráðinn hér á Huga. Svo nú prófa ég að senda þetta hér inn. Mig langar nefnilega að fá álit á þessu. Þetta var skrifað þegar ég var 14-15 ára gömul og ég hef aðeins sýnt það einni manneskju þar til nú. Af einhverjum ástæðum vaknaði hún um miðja nótt. Hún fór á fætur, gekk niður stigann og staðnæmdist fyrir framan stóra spegilinn í holinu. Þar stóð hún...

VETRARNÓTT Í SVEITINNI (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Myrkrið aðeins rofið af mánans geislum. Í flauelsmjúkri nóttinni fara skuggarnir á stjá, stíga dans eftir löngu gleymdu lagi; undir fótum þeirra fordæmdar stjörnur.

Yndi (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Allt sem ég á vil ég gefa þér, hugyndið mitt. Allt sem er mitt verður þitt, lífyndið mitt. Allt sem ég er er í þér og þú í mér, yndið mitt eina.

Blóðbrúðkaup (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Beittar tennur á hörundi mínu mjallhvítu & viðkvæmu; grófar neglur marka eldspor á bak mitt & læri. Heitt & salt rennur blóðið þunglega yfir nakta líkamina. Á rauðum beði er samningurinn innsiglaður: Ást allt til dauðans!

Ást - eða hvað (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég elska þig heitar en nokkurn áður og hata þig einnig mest. Mitt í ástarsæluvímunni grípur mig löngunin til að bíta þig, sjá þér blæða, heyra öskur þín. Svo vil ég vefja þig líkama mínum og lina kvöl þína, búa um sár þín með ást minni.

Paranoia (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þöglar raddir öskra hvíslandi í huga mér. Segja mér það sem ég vil ekki vita, neyða mig til að sjá. „Sjáðu lífið, sjáðu hvernig heimurinn er. Sjáðu hvernig heimurinn hafnar fólki eins og þér.“

Fjarlægð (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvað sem þú gerir, og hvert sem þú ferð, skalt þú aldrei fá að gleyma mér. Ég verð alltaf með þér, í heitum vindinum og blikandi augum finnur þú mig. Þar sem þú gengur eftir mannlausri götunni finnur þú návist mína, heyrir rödd mína í bergmáli skrefa þinna, sérð mig í hinum dansandi skuggum.

Leikur (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hendur þínar strjúka líkama minn og múrarnir um sál mína hrynja. Ég bráðna inn í þig og það er ekki lengur hægt að vita hvort höndin sem hreyfist svo hægt, er mín eða þín, hvort augun sem nú sjá heiminn í nýju ljósi eru mín eða þín, hvort hjartað sem bifast af þrá er mitt eða þitt.

Samband (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þú ert bráðin, og mín innri kisulóra læðist gegnum frumskóginn, stekkur á þig og slítur þig í sundur í blóðuga hluta. Þú ert veiðimaðurinn, og særða dúfan í mér skelfur og felur sig í skóginum er þú nálgast og snýrð hana úr hálsliðnum án miskunnar, án tilfinninga.

Haust I (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þungaðar greinarnar bærast mjúklega fyrir léttum andardrætti haustsins, eins og kona í örmum elskhugans.

Morgunn (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Dögunin, köld og föl eins og dauðvona kona, læðir hrímuðum höndum sínum undir sængina. Strýkur frostbitnum fingri yfir háls minn, sjá; ég er deginum mörkuð.

Draumasmiður (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Draumasmiður; skýjahallirnar sem þú byggðir mér í gær hrundu með hækkandi sól. Verndari sálarinnar; tilverunni umturnað, heimurinn rústir og myrkur á ný. Skapari stjarnanna; gefðu mér örlítinn tunglsgeisla til að fleyta mér gegnum sortann.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok