Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

eot
eot Notandi frá fornöld 286 stig

Re: Alien 3

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Alien Resurrection er alveg hryllilega ömurleg mynd. Alien 3, þótt léleg sé, er alla veganna flott og skemmtileg. Og tónlistin eftir Elliot Goldenthal er líka mjög sérstök. En Aliens er alveg hreint ótrúlega mögnuð kvikmynd. Ég var að horfa á hana áðan í billjónasta skiptið og það verður bara að segjast að James Cameron gerði nákvæmlega allt rétt við þessa mynd. ALgjört meistaraverk.

Re: Independence Day 2

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Hvernig dirfist Dean Devlin að bera Alien saman við Independence Day? Mér finnst líka svolítið fyndið að Devlin og co. ætla ekki að gera framhald nema þeir fái “frumlega” og “góða” hugmynd, þó að ID4 hafi verið hvorki frumleg né góð.

Re: Henry, Portrait of A Serial Killer (1990)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Ég hef ekki ennþá lagt í að horfa á Henry, enda finnst mér ekki mjög spennandi að sjá raunverulegar lýsingar á morðum sem voru framin í alvöru. En Azmodan, hvaðan færðu þær upplýsingar að Return of the Living Dead sé byggð á sannsögulegum atburðum? Ég held að þú sért að misskilja eitthvað…

Re: A.I. Artificial Inteligence

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Útlitslega séð er A.I. með því flottasta sem Spielberg hefur gert - það kom mér verulega á óvart hversu falleg þessi mynd er. Takið eftir atriðinu þar sem Gigolo Joe horfir á David detta niður í sjóinn og við sjáum David speglast í glerinu fyrir framan Joe svo það lítur út eins og David sé tár sem fellur úr auga hans. Ótrúlega flott skot! Myndin er mjög góð (síðasti hálftíminn er þó innantómt og tilgangslaust drasl) en það er sjónræna hliðin sem ég dýrka við hana.

Re: A Nightmare on Elm Street (1984)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Svo má líka taka það fram að A Nightmare on Elm Street 5: The Dream Child er ein af þeim fáu kvikmyndum sem hafa verið bannaðar á Íslandi! Ekki skil ég af hverju, enda frekar aum hryllingsmynd. Það er þó hægt að nálgast hana á Bónusvideo í Garðabæ, fyrir þá sem hafa áhuga.

Re: The Texas Chainsaw Massacre (1974)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Svo verðum við líka að muna eftir því að, líkt og The Exorcist, þá er Texas algjört barn síns tíma og ástæðan fyrir því að hún var bönnuð tengist alveg jafnmikið orðspori myndarinnar og innihaldi hennar, enda var myndin talin mun ógeðfelldari en hún var (það er mjög lítið blóðmagn í myndinni, miðað við sumar hryllingsmyndir). En ertu viss um að Exorcist hafi ekki verið bönnuð neins staðar? Mig minnir nefnilega að hún hafi verið bönnuð í Svíþjóð eða eitthvað álíka fáránlegt.

Re: The Texas Chainsaw Massacre (1974)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Það er flott myndataka í henni og hún er oft skelfilega fyndin, en ég verð að vera sammála þér í því að hún er svolítið ofmetin… Mundu bara eftir rétta nafninu…

Re: Hellbound, Hellraiser 2 (1988)

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Tónlistin eftir Christopher Young er líka svakalega flott.

Re: Brad Pitt

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Ég “náði” alveg Interview With the Vampire, mér fannst hún bara ekki góð. Kirsten Dunst og útlitið var það eina sem virkaði í þessari mynd, sem er í raun og veru ein stór klessa; fallega útlítandi, en alveg hreint ömurlega léleg. Illa leikin, heimskulega skrifuð… hún er bara drasl, án efa versta mynd Neil Jordan. Ef þið viljið sjá virkilega góða Neil Jordan mynd sem er álíka flott og Vampire, þá mæli ég með The Company of Wolves.

Re: Spider-Man slær öll met!

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Hún sló líka algjörlega út opnunardagsmetið, með 41.4 milljónir fyrsta daginn á meðan fyrri methafinn, Harry Potter, var með “aðeins” 32.3 milljónir. Ég veit ekki um ykkur en að mínu mati er þetta í fyrsta skiptið síðan Titanic sem kvikmynd á skilið að slá öll þessi met. Spider-Man er alveg frábær mynd sem á allt gott skilið.

Re: Spider-Man og Danny Elfman ...

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Það var reyndar Joe Lo Duca sem samdi tónlistina fyrir Army of Darkness, Elfman samdi bara March of the Dead stefið…

Re: Hryllingsmyndir fyrr og nú

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Smá mistök! Vitlaust notendanafn hér fyrir ofan… þetta sem Sphinx skrifaði var í raun og veru skrifað af mér, ég gleymdi bara að afskrá nafn bróður míns…

Re: Hryllingsmyndir fyrr og nú

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Ég vildi bara athuga eitt: af hverju kallið þið, sem þykist vera svo rosalegir aðdáendur Peter Jackson, Braindead Dead Alive? Myndin sem hann gerði heitir Braindead. Dead Alive er útgáfan sem kom út í Bandaríkjunum og er klippt til helvítis og næstum því óáhorfanleg, miðað við frumútgáfuna. Manni finnst það svolítil óvirðing við leikstjórann að svokallaðir aðdáendur hans skuli láta sér nægja lélegar útgáfur af stórgóðum myndum og kalli þessar sömu myndir nöfnum sem einhver heimskur ameríkani...

Re: Peter Jackson

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Æðislegt.

Re: Hryllingsmyndir fyrr og nú

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Poltergeist þrælfyndin? Ég fæ nú bara gæsahúð þegar ég hugsa um atriðið þegar draugarnir ræna litlu stelpunni í fyrsta skiptið; þegar skápurinn opnast og öll leikföngin byrja að fjúka inn í hann og creepy draugaraddir hvísla “Carol Anne… come and play with us…” eða lokaatriðið þegar Diane og Steve standa fyrir framan “The Light” og Diane kallar “Stephen … don't let go!” og hann svarar á móti “Never!” - rómantískt, óendanlega fallega tekið og algjör gæsahúð! Poltergeist er með betri...

Re: Líkleg framhöld

í Kvikmyndir fyrir 22 árum
Hahaha! Frábært að sumir hérna hafa húmorinn í lagi. En þið vitið, eins og Roger Ebert kom svo skemmtilega á framfæri, að Jason XI á örugglega eftir að heita (miðað við gáfnafar fyrri mynda): Jason X: Part 2!

Re: Léglegar stórmyndir

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
“To be or not to be” er úr Hamlet, ekki meistaraverkinu Romeo & Juliet eftir meistara Baz Luhrmann. Hvenær ætlið þið að hætt að ráðast á annað fólk fyrir að hafa aðrar skoðanir en þið? Happiness, þrátt fyrir að vera að mínu mati mjög góð mynd, fékk ekki eingöngu frábæra dóma og hötuðu hana margir, eins og gerist oft með myndir sem reyna að ganga fram af fólki. O Brother… er mjög ofmetin mynd. Titanic, hins vegar, er alveg yndisleg mynd - ein stærsta, besta og skemmtilegasta stórmynd fyrr og...

Re: The Cell: Misskilið listaverk eða poppkúltúrdrasl?

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Fyndið að heyra þetta frá manneskju sem kallar Roger Ebert fávita og hálfvita sem segir ekkert af viti. Ef þú bara vissir hversu ótrúlega rangt þetta er…

Re: The Cell: Misskilið listaverk eða poppkúltúrdrasl?

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Ég held að fólk sé of fljótt að dæma myndina sem innhaldslaust sælgæti fyrir augað. Það eru ofsalega miklar pælingar í gangi í handritinu þó svo það sé kannski ekki hægt að taka eftir þeim í fyrstu umferð því þá er maður heltekinn af myndmálinu. Til þess að hægt sé að njóta myndarinnar til fullnustu þá þarf maður að sjá hana a.m.k. einu sinni enn, og má sama segja um flestar aðrar kvikmyndir. Í sambandi við fordómana gagnvart tónlistarfólkinu þá hef ég þetta að segja: næstum því hver einasta...

Re: The Ninth Gate

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Tess frægasta mynd Polanskis? Hvað með Chinatown, Rosemary's Baby, The Tenant, cul de sac, Death and the Maiden, Frantic og allar hinar frægu myndirnar hans? Og hvaðan færðu þær upplýsingar að Baroness Kessler hafi logið því að hafa hitt djöfulinn? Greinarnar hérna meika minna sens með hverri mínútunni.

Re: Tjáningarfrelsi

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Jæja, bara upp á djókið þá langar mig til að segja ykkur að mér fannst Moulin Rouge miklu betri en allar þessar myndir sem þið hafið verið að tala um. Betri en FOTR, Harry Potter o.s.frv. Langbesta mynd ársins. Og Heavenly Creatures ER betri en FOTR, þó svo að FOTR sé algjört meistaraverk.

Re: Stjörnugefing!

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Halelúja! Ef einhver getur svarað spurningum tengdum kvikmyndum á skiljanlegan máta þá er það meistari Ebert!

Re: Rosa mynd á leiðinni!!

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég leik í Gemsum!!! Ég var stadisti í tvo daga og átti að vera fullur. Þetta var allt saman mjög skemmtilegt. Ég veit samt lítið um myndina en heyrði lýsingu á nokkrum atriðum. Það verður spennandi að sjá þetta allt saman, þó svo að ég sé alfarið með Dorrit Moussaieff og finnst mér hún mjög skemmtileg og góð kona…

Re: Fyrsti fjórðungur 2002

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ég held að ég hafi séð þessa grein á Dark Horizons fyrir nokkrum dögum… hmmm… (ekki það að ég sé e-ð pirraður yfir því en það væri gaman að sjá aðeins persónulegra álit næst - þetta gildir um alla…)

Re: Þegar maður var lítill fyrir framan imbann

í Kvikmyndir fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ertu að dissa RoboCop? Sú mynd er ekkert annað en hreinræktuð snilld! Ég vorkenni öllum þeim smásálum sem ekki eiga Criterion DVD diskinn með commentary með Paul Verhoeven, Ed Neumeyer o.fl. RoboCop er ádeila, ekki hrein hasarmynd. Hún er fyndin og það á ekki að taka hana alvarlega. Og hún hefur alls ekki elst illa!!! Skamm!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok