Nú er að koma að áramótum og 2001 búið að vera bara svona lala kvikmyndaár. Það var samt ekki jafn slæmt og 2000. Mér líst nokkuð vel á 2002 sem kvikmyndaár það ber náttúrulega að nefna það að Star Wars attack of the clones kemur ásamt mynd nr. 2 í LOTR trílógíunni. Ég rakst á lista yfir myndir sem eru að koma núna fyrsta fjórðung ársins og þær eru:
(ath að útgáfudagarnir eru miðaðir við USA)

1. Blade 2: Eftir mjög góða fyrri mynd er maður frekar spenntur að sjá hvað Guillermo Del Toro(cronos, mimic) gerir við söguna um vampýrubanann Blade. Myndin er tekin upp í Prag og ætti það að gefa myndin gothic útlit. Núna er Blade að hjálpa hóp af vampýrum(bloodpack) við að losna við hóp af öðruvísi vampýrum(Reapers) sem nærast á mönnum og vampýrum. Þessi á að vera dekkri og meiri hryllingsmynd en samt með flottum bardagasenum. Kemur 22 mars í USA

2.Death to Smoochy: Robin Williams og Edward Norton leika hér saman í kolsvartri grínmynd um barnaþáttastjórnendur sem taka starfi sínu aðeins of alvarlega. Myndin er leikstýrð af Danny DeVito(Hoffa,The War of the Roses). Kemur 15 mars í USA

3.Below: Þetta er draugamynd sem gerist um borð í kafbát í seinni heimsstyrjöldinni. Mér finnst þetta nokkuð sniðugt að blanda saman innilokuninni í kafbát með draugagang. Gæti verið mjög óhugnaleg mynd og bíð ég spenntur eftir henni. Leikstýrð af David Twohy(The Arrival, Pitch Black). Kemur 8 febrúar í USA

4.We Were Soldiers: Það er þó nokkuð af stríðsmyndum að koma á næsta ári og Mel Gibson ætlar að taka þátt í því með þessari Víetnam-mynd. Ég vona að hún verði ekki jafn léleg og The Patriot.
Kemur 1 mars í USA

5. Ice Age: Frá því ég sá trailerinn af þessari þá hef ég verið nokkuð viss um að hún eigi eftir að slá í gegn. Þetta er tölvuteiknuð mynd sem gerist á ísöld eins og titillinn gefur til kynna. Hún fjallar um lítinn strák sem nokkur dýr finna. Dýrin eru staðráðin í því að finna foreldra stráksins. Þessi dýrahópur samanstendur af loðfíl(mammút),sverðatígur og eitthvað eitt dýr í viðbót sem ég hef ekki ennþá séð. Kemur 15 mars í USA

6.Panic Room: Sem David Fincher áðdáandi nr. 1 þá er ég gífurlega spenntur yfir þessari mynd. Hún fjallar um mæðgur sem loka sig inni í herbergi þegar ræningjar brjótast inn í húsið þeirra. Fincher hefur ennþá ekki klikkað(Alien 3 telst ekki með því hann réð engu) og ég held að hann byrji ekki á því núna. 8 mars í USA

7.Hart´s War: Nýjasta mynd Bruce Willis sem fjallar um réttarhöld í fangabúðum. Hef lítið frétt um þessa mynd en handritið fékk góða dóma. Kemur 22 mars í USA

8.The Mothman Prophecies: Ég er frekar spenntur yfir þessari mynd. Í aðalhlutverkum eru Richard Gere og Laura Linney( þau léku síðast saman í snilldarmyndinni Primal Fear). Myndin fjallar um blaðamann(Gere) sem fer til smábæjar í Virginíufylki til að rannsaka undarlegar frásagnir af vængjuðum verum og skyggnigáfum. Þessari mynd hefur verið lýst sem virkilega góðum X-files þætti og mjög creepy. Leikstjórinn er Mark Pellington sem gerði þá vanmetnu mynd Arlington Road. Kemur 25 janúar í USA

9. Collateral Damage: Jæja loksins ætla þeir að drulla þessari Schwartzenegger mynd út eftir allt vesenið vegna atburðanna 11.sept
Myndin fjallar um slökkviliðsmann sem stútar nokkrum hryðjuverkamönnum því þeir drápu fjölskyldu hans(jeeessss loksins alvöru plott í Arnold mynd). Örugglega gæðapoppkorn mynd og ætla ég pottþétt á hana vegna þess að Arnold er alltaf flottastur. Kemur 8 febrúar í USA( nema að það komi eitthvað upp á)

Það er leiðinlegt að vita ekki nákvæmlega hvenær þær koma til Íslands. Maður getur samt alltaf miðað við svona u.þ.b mánuði seinna.
Hvað haldið þið að verði highlight á árinu 2002. Ég held Panic Room,SW attack of the clones, minority report og LOTR nr.2( æi hvað heitir hún aftur). Síðan gæti Blade 2 komið á óvart.

-cactuz
—*–*–*
—-*-*-*
—–***
——*
——*
——*