A Nightmare on Elm Street (1984) Leikstjóri: Wes Craven.
Leikarar: Heather Langenkamp, Johnny Depp, Robert Englund..etc.
Special FX: David B. Miller..etc.

Án efa ein af þeim frægustu hryllingsmyndum sögunar. ÞAð þekkja flestir A Nightmare on Elm Street og slasherkónginn Fred Kruger. Hún hefur verið sýnd í sjónvarpi en þá frekar ílla klipt því miður og það hefur verið frekar erfitt að nálgast hana á sölumyndbandi þ.e. áður en DVD kom til sögunar.

Nancy er frekar eðlilegur unglingur í Bandaríkjunum en hún er með smá vandamál. Hún hefur átt erfit með svefn uppá síðkastið og hana dreymir alltaf einhvern frekar ófrýnilegan náunga með frekar óskemmtilegan hanska. Hún kemst að því að fleiri en hún eru að dreyma þennan óskemmtilega draum. Vinir hennar hafa dreymt Freddy en enginn vill tala mikið um það. Vinirnir fara að deyja á undarlegan hátt og fyrr en varir er Nancy búin að átta sig á því að hún getur ekki sigrast á Freddy í draumum sínum heldur þarf hún að draga hann í okkar veröld.

Wes Craven hefur ekki gert mikið af viti síðan hann lét þessa frá sér en hún bætir upp fyrir það. Allt í allt eru til 7 Nightmare myndir en engin er jafn góð og orginialinn nema kanski A Nightmare on Elm Street 3: Dream Warriors sem komst helvíti nálægt því að toppa þessa. Ég ætla ekki að fjalla um framhöldin af neinu viti því að ég hreinlega nenni því ekki en ég vill benda á fólki að kíkja á A Nightmare on Elm Street 3: Dream Warriors, A Nightmare on Elm Street 4: The Dream Maste og New Nightmare(A Nightmare on Elm Street 7). Ef þið hafið virkilega gaman af þessu þá má einnig benda á Freddy's Dead: The Final Nightmare(A Nightmare on Elm Street 6). Ekki búast samt við of mikklu fyrir utan originalinn og 3.

***1/2