Nú er mikið deilt um það á netinu hvort tónlistin sem Danny Elfman samdi fyrir Spider-Man sé góð eða léleg og virðist meirihlutinn aðhyllast seinni kostinum og bera tónlista hvað helst við tónlistina sem gerð Elfman frægann, Batman.

Nú hef ég verið aðdáandi Elfman lengi vel og vill það svo skemmtilega til að ég er að hlusta á aðalstefið hans úr Spider-Man og ég verð bara að segja að ég er algjörlega ósammála meirihlutanum á netinu. Ef eitthvað er þá er tónlistin í S-M með því betra sem Elfman hefur samið á sínum ferli.

Tónlistin er ekki jafndrungaleg, eða jafnsérstök og frumleg, og sú sem hann samdi fyrir Batman, ekki jafnmelankólísk og í Edward Scissorhands og ekki jafnfull af gleði og tónlistin fyrir Nightmare Before Christmas, en Spider-Man er alveg svakalega skemmtileg hetjutónlist, epísk og stór og yndisleg á að hlusta; melódísk, thematísk og mjög grand. Betri en tónlistin í Sleepy Hollow og miklu betri en flest það sem Elfman hefur verið að gera eftir að stíll hans fór að þróast um 1993, en á tímabilinu 1990-93 samdi hann tónlistina fyrir Edward Scissorhands, Batman Returns og Nightmare Before Christmas og fékk sig fullsaddan á “ævintýralega”-stílnum sem gerði hann svo sérstakann. Í Spider-Man heyrum við í fyrsta skipti í næstum því 10 ár í gamla Elfman og ég er mjög sáttur við það; svona mundi Batman hljóma hefði Elfman samið tónlistina við hana í dag; blanda af gamla og nýja stílnum.

Nú er það venjan að ofurhetjumyndir eigi sér auðþekkjanlegt og flott stef, s.s. Superman eða Batman stefin, og hefur Spider-Man stefið einnig verið gagnrýnt mikið. Ég er sammála því að stefið sjálft er ekki eins auðvelt og einfalt og hin fyrrnenfdu stef, en alveg jafngott og flott. Hvað finnst ykkur?