The Cell: Misskilið listaverk eða poppkúltúrdrasl? Nú var ég að horfa á The Cell aftur og ég verð bara að segja að ég er reiður yfir því hversu ótrúlega misskilin og fordæmd þessi mynd var aðeins vegna þess að leikstjórinn og aðalleikkonan tengjast tónlistarbransanum.

Svo virðist sem að Roger Ebert hafi verið eini “stóri”-gagnrýnandinn sem viðurkenndi ást sína á myndinni, en hann sagði hana ein af bestu myndum ársins 2000 og er ég algjörlega sammála því.

Vorum við Ebert þeir einu sem sáu alla snilldina og hugsununa á bakvið myndina? Allar vatnstilvísanirnar? Öll földu samböndin á milli persónanna? Og finnst engum nema mér opnunaratriðið með Jennifer Lopez í fjaðrakjól á svörtum gæðingi í eyðimörk vera eitt fallegasta atriði sem kvikmyndað hefur verið?