Alien 3
Leikstjóri:David Fincher
Aðalhlutverk:Sigourney Weaver, Charles Dutton, Charles Dance.
Tagline:The bitch is back(Hollywood er heiladautt)

Alien 3 hefst þar sem númer tvö endaði. Ellen Ripley er á leið til jarðar eftir að hafa slátrað slatta af geimverum og með henni eru stelpan sem var í númer tvö, einhver hermaður sem lifði af ósköpin í fyrri myndinni og vélmennið úr fyrri myndinni.
En eitthvað klikkar, eldur kviknar í geimflauginni og lághitahylkin sem þau eru í eru flutt í skyndi í björgunarflaug sem er kastað úr geimflauginni.
Og björgunarflaugin lendir á fangaplánetu einhversstaðar í útnára alheimsins.
Fangaverðirnir og fangarnir(hvert ættu þeir að flýja) opna björgunarflaugina og þá kemur í ljós að Ellen er sú eina sem lifði harkalega lendinguna.
Hún er meðvitundarlaus í nokkurn tíma en síðan vaknar hún og fljótlega þá rakar hún hárið sitt(það er mikil lúsaplága á plánetunni) og kemst að því að fangarnir hafa gerst mjög strangtrúaðir og trú þeirra er blanda af kristni og einhverju sem þeir fundu í heilabúi sínu. En hún bíður bara eftir að henni verði bjargað enda er þetta ekki vistlegasti staður í alheiminum.
En eitt stykki geimvera hefur elt hana alla leið frá geimveruplánetunni og nú eru allir þarna í vondum málum enda myndi geimveran veigra sér við að drepa saklaust smábarn hvað þá nokkra skítuga fanga og fangaverði sem fundu trú sína í útnára alheimsins.
Og það eru engin vopn þarna þannig að þau verða beita gáfum sínum og hyggjuviti til þess að sigrast á geimverunni.

Ég bjóst ekki við miklu þegar ég tók þessa mynd enda hefði ég ekki átt að gera það. Aliens(Alien 2) er miklu betri heldur en þessi mynd. Kannski er það af því að þar voru hermenn með “Bad ass” byssur og þannig dót að berjast við helling af geimverum enda fíla ég þannig myndir. Og svo var miklu meiri persónu sköpun í Aliens þannig að maður vorkenndi þeim sem geimverurnar drápu en mér var alveg sama þótt að slatti af föngum væru drepnir.
Og svo var Aliens miklu meira spooky og meira spennandi heldur en þessi.
Og ef þú ert spenntur fyrir þessari mynd eða finnur enga betri gamla mynd til að taka þá skaltu þessa.
Ágætis ræma.

***/*****