Peter Jackson Leikstjórinn Peter Jackson, sem kemur frá Nýja-Sjálandi, segir að honum líki illa við mikillátnar og íburðamiklar myndir og í hvert sinn sem hann hafði lesið slæma gagngrýni á myndum hans þá hlægji hann bara. Sumar af hans fyrir myndum hafa fengið hálf fáralega gagngrýni. Einn gagngrýnandi gékk meira að segja svo lang að hann sagði að það ætti ekki einu sinni að hleypa Jackson til Bretlands.

Peter Jakson var fæddur á Hrekkjavöku árið 1961. þegar hann var 8 ára, notaði hann Super-8 myndavél sem foreldrar hans áttu til að gera sína fyrstu mynd. Hann langaði alltaf til að vera tækibrellumeistari þegar hann var ungur og var mikill aðdáandi King Kong og Ray Harryhausen. Hann varð samt fyrir miklum áhrifum af Monty Python (The Flying Circus) og Gerry Anderson sem gerði breskar brúðumyndir sem hétu Thunderbirds.

Þegar hann var unglingur gerði hann tugi af stuttmyndum um skrímsli og geimskip, á Super-8 myndavélinni. Þegar myndir hans byrjuðu að vera betri og betri. Varð honum ljóst að máturinn á bakvið myndirnar var í höndum leikstjórans og handritshöfundarins. Tæknibrellumeistarinn var bara aukaatriði og gerði bara það sem honum er sagt. Jackson hafði ekki mikin áhuga á að lenda í þeirri aðstöðu að fá ekki að ráða.

Jackson hætti í skóla 17 ára og reyndi að fá vinnu í Ný-Sjálenska kvikmyndasamsteypunni. En honum var hafnað. Eftir það byrjaði hann að gera Super-8 mynd sem hét “Curse of the Gravewalker” en þegar hann eignaðist 16mm myndavél þá breytust áætlanir hans og hann byrjaði að gera gamansama geimveru mynd með nokkrum vinum sínum. Þettað verk varð að mynd sem fékk nafnið Bad Taste(1987).

Þessi ótrúlega saga fjallar um skyndibitakeðju úr geimnum sem er að athuga hvernig heilarnir á jörðinni eru. Bad Taste er skólabókardæmi um byrjun með lítið fjármagn. Tökur voru um helgar og stóðu yfir í þrjú ár. Jackson fjármagnaði myndina með 11,000 dollurum af hans eigin launum en náðist að klára myndina með styrkjum frá Ný-Sjálensku kvikmyndasamsteypunni.

Jackson lengdi þær 75 mínútur sem hann hafði tekið upp og var myndinn stækkuð í 35mm. Þegar myndin var sýnd í Cannes þá kom Bad Taste, Peter Jackson strax á kvikmyndakortið. Jackson sagði að honum þótti það nokkuð sniðugt að fara til Cannes. Því að þegar hann var að búa til brellurnar og hugsu um söguþráð til að tengja brellurnar við söguna og allt í einu í enda dagsins(reyndar fjórum árum seinna) ertu orðinn kvikmyndagerðamaður. Myndin var strax að “cult” klassík og vann til 16 verðlauna á hinum ýmsu kvikmyndahátíðum.

Jackson tók aldrei “gore” myndirnar sínar alvarlega. Nefnandi þær heimkulegum nöfnum eins og Bad Taste og fylgendur hennar Meet the Feebles(1989) og Dead Alive(1992, líka þekkt sem Braindead). Í Meet the Feebels blandaði Jackson saman svörtum húmor og ótrúlegum “gore brellum” og skapaði með því skemmtilega dónalega útgáfu að hinum dáðu Prúðuleikurum. Meðal annars með fíl sem hefur faðernis málsókn á höndum sér frá hænu og S&M myndir stjórnaðar af rottu og sjálfsvígu svíni.

Dead Alive fjallar um ungan mann sem heldur lifandi/dauðri móður sinni í kjallaranum og vopnaður aðeins slátuvél endar með að berjast við hjarðir af slíkum verum. Eftir að hafa leikstýrt mynd sem gagngýnendur hafa stypplað sem “the goriest film ever made” leitaði Jackson á metnaðarfyllri mið. Hann sagði að hann gæti leikstýrt splatter myndum að eilífu eða þangað til hann væri byrjaður að gera þær í svefni en það sagði hann að væri leti og hann hafði engan áhuga á því að gera það.

Næsta mynd Jackson var Heavenly Creatures(1994). Með Kate Winslet og Melanie Lynskey í aðalhlutverkum, einblínir myndin á morðmál frá 1950 sem var einkennileg á þann hátt að að því komu tvær unglingstúlkur, Juliet Hulme og Pauline Parker. En það var ekki eina ástæðan fyrir því að Jackson hafði áhuga á að gera myndina. Glæpirnir sem voru innblásturinn að myndinni, koma við í ímynduðum heimi Juliet og Pauline. Juliet hafði gaman af svoldið afkáralegum hlutum og Jackson hefur óheilbrigðan áhuga á afkáralegum hlutum.

Þrátt fyrir alla athyglina og verðlaun sem Jackson fékk fyrir Heavenly Creatures, sá hann eftri öllum þeim áhrifum sem myndin hafði á aðra. Stelpurnar höfðu haldið lífi sínu áfram eftir atvikin og sett þessa hluti að baki sér. Í dag er Juliet orðinn nafntogaður einstaklingur í leyndardómsfullunum skáldsögum og Pauline er mjög hæfileikarík reiðkona. Jackson sagði að hann sæi eftir að hafa gert þessa mynd vegna þess að ef myndinn hefði aldrei verið gerð þá hefðu þær bara haldið áfram að lifa lífinu sínu. Hann sagði líka að hann hafði eiginlega fengið sektarkennd yfir þeirri athygli sem einblíndi á þær.

Eftir Heavenly Creatures fór fólk að taka Jackson meira alvarlega. Gagngrýnendur sögðu margir að það væri líka komin tími til að Jackson gerði eitthvað sem var þess virði að sjá. Svar Jackson við allri þeirri góðu gagngrýni sem hann fékk var að gera myndina The Frighteners(1996) með Micheal J. Fox í aðalhlutverki. Myndin var ærsladrauga mynd sem hafði enginn mörk. Þeir gagngrýnendur sem voru farnir að taka Jackson alvarlega sögðu bara: Nú byrjar hann aftur að gera svona myndir.

Jackson sagði að The Frighteners væri skemmtileg mynd sem allt mátti. Við mátum brjóta allar reglur og bara gera okkar eigin. Hann fékk að mestu leiti að ráða öllu við gerð þessarar myndar. Það var bara hann og nokkur önnur Kiwi frá Nýja Sjálandi að gera stóra Ameríska auglýsinga mynd. Eftir þessa mynd gerði Jackson samning um að gera endurgerð af King Kong, en hætt við að gera myndina seinna.

Næsta verkefni Jackson var ævintýralega risa verkið Lord of the Rings. Myndin er gerð eftir klassískri bóka seríu eftir J.R.R. Tolkien og hafði innaborðs alþjóðlegar stjörnur á borð við Ian McKeller, Christofer Lee, Cate Blancett, Liv Tyler og Elijah Wood. Þessar myndir hafa ótrúlegar eftirvæntingar af aðdáendum seríunnar, en Jackson sagði ekki vera að spá í hvað aðdáendurnir vildu sjá heldur frekar hvað hann vildi sjá ef hann færi á hana í bíó.

Fyrsti hluti þessarar seríu heitir The Fellowship of the Ring(2001) ég ætla ekki að tala neitt um þá mynd hér því að mér þykkir það vera óþarfi.

Jackson býr en á Nýja Sjálandi með konu sinni og son og hefur engar áætlanir með að flytja þaðan.

SELECTED FILMOGRAPHY

2001 LORD OF THE RINGS:FELLOWSHIP OF THE RING (****)
1996 THE FRIGHTENERS (***)
1993 HEAVENLY CREATURES (***1/2)
1992 DEAD ALIVE (***)
1989 MEET THE FEEBELS (***1/2)
1988 BAD TASTE (****)

Freddie