The Texas Chainsaw Massacre (1974) Leikstjóri: Tobe Hopper.
Leikarar: Marilyn Burns, Edwin Neal, Gunnar Hansen…etc.
Special FX: var engin sérstakur…

Ein umtalaðasta mynd seinni ára. Bönnuð í fjöldanum öllum af löndum og það finnst mér frekar skrýtið… myndin er ekkert til að banna og þar sem að ég er með UNCUT útgáfu af henni þá hefði ég gefið hana út þannig því að það er ekkert í henni til að banna hana útaf. Hlýtur að vera útaf því hvað hún er gömul en samt þá var The Exorcist ekki bönnuð en þessi var það… þetta er alveg fáránlegt.

Sally, bróðir hennar og nokkrir vinir eru á leiðinni að tékka á gröf fjölskyldu þeirra útaf nýlegum grafránum. Allt er í reglu en þau ákveða að athuga með hús sem er þarna í nágrenninu. Þrátt fyrir að sjoppueigandi sem þau ætla að kaupa bensín af varar þau við og grátbiður þau um að vera bara inni í örygginu þá fara þau nátturulega í smá æfintýraferð. Ekki er langt þangað til að þau fara að hverfa eitt af öðru og enginn veit hver eða hvað er að gera þetta…

Þegar ég horfði fyrst á þessa mynd þá bjóst ég við mikklu en þegar ég setti hana aftur í hulstrið þá hugsaði ég einfaldlega “Þetta var ekki 2600kr virði”. Þessi mynd er hrikalega ofmetin en hún á samt sín moment. Ég ætla ekkert að lofsyngja þessa mynd því að hún á það einfaldlega ekki skilið. Leikstjórnin er góð og Gunnar og Marilyn eru góð en annað er ekki uppá marga fiska. Horfið á þessa áður en ykkur dettur í hug að kaupa hana. Ég vildi óska að ég hefði getað gert það.

**