Leikstjóri: Tony Randel.
Leikarar: Ashley Laurence, Doug Bradley…etc.
Special FX: ????

Eftir blóðbaðið í fyrri myndinni er dóttir Larry's, hún Kristy komin á hæli og enginn trúir henni hvað varðar það sem gerðist í húsinu. Hún vill fá að tortíma blóðugri dýnu sem að Julia dó á en umsjónarmaður spítalans er ekki heill geði sjálfur og er hann búinn að hafa leyndan en brennandi áhuga á kassanum lengi. Hann fer með dýnuna heim og slátrar manni á henni. Eins og í fyrri myndinni þá rís Julia upp og nú þarf hún að fá blóð til þess að endurnýjast. Julia ákveður að fara til helvítis í leit að pabba sínum en hún er ekki ein þar. Julia og læknirinn góði eru líka að flækjast þarna og nú skapast nýr Cenobite… hver er það?

Mun þyngri en fyrri myndin en líka skuggalegri. Við kynnumst betur Cenobiteunum og fáum meira að segja að sjá skaparann sjálfan hann Leviathan. Ekki nóg með það því myndin er líka stútfull af blóðugum og flottum atriðum. Endirinn á þessari er eitthvað sem enginn má missa af.

***