Leikstjóri: John McNaughton
Leikarar: Michael Rooker, Tracy Arnold, Tom Towles…etc.
Special FX: ????

Of fáar hryllingsmyndir eru bygðar á sannsögulegum atburðum nema þá kannski The Return of The Living Dead og Psycho. En ef þið viljið komast eins nálagt sannleikanum og þið getið um fjöldamorðingja þá mæli ég eindregið með Henry. Henry Lee Lucas er einn af þekktustu fjöldamorðingjum Bandaríkjana og byggir þessi mynd að mestu á játningum hans þótt að hann hafi játað ótrúlegustu hluti og það er eginlega ekkert vitað um hvað hann hefur drepið marga þá er þetta samt svona uppdráttur úr því sem vitað er. Sagan um Henry Lee Lucas og Ottis Toole…

Henry átti frekar slæma æsku þar sem mamma hans var hóra og lét hún hann horfa á meðan að hún reið viðskiptavinum sínum. Ekki nóg með það hedlur klæddi hún hann í stelpuföt og lét hann fara þannig í skólann oftar en einusinni. Henry er enn að berjast við þessa fortíð sína en með honum fylgir einn galli… hann er fjöldamorðingi og hann getur ekki hætt að drepa. Hann býr hjá fyrrverandi meðfanga sínu Ottis og þegar að systir Ottis kemur til að búa hjá þeim líka þá fara hlutirnir að flækjast dálítið. Ottis er frekar mikill pervert og ríður líkum og allt þannig fram eftir götunum. Afbrygðisemi og ást kemur inní spilið og Ottis er ekki alveg að hafa stjórn á sér…

Myndin er frekar raunveruleg óg fókusar ekki mikið á blóðböð en á sér þó hrikalega flott moment. Michael Rooker er flottur eins og venjulega og eru hinir leikararnir ekki síðri. Þessa mynd er hægt að fá á betri videoleigum.

***