Spider-Man slær öll met! Að sögn JoBlo.com hefur kvikmyndin Spider-Man slegið öll met á þessum þremur dögum sem hún hefur verið sýnd. Hún á að hafa halað inn 114 milljónir dala sem eru rúmir 10 milljarðar króna. Fyrra metið hafði Harry Potter sett fyrir rúmu hálfu ári með 90 milljónum dala.*

Myndin kostaði um 139 milljónir dala og er dýrasta kvikmynd sem kemur á þessu ári. En það er augljóst að hún muni vera fljót að borga sig fyrir aðstandendur hennar. Það eru samt aðeins tvær vikur að næst dýrasta kvikmynd ársins, Star Wars: Episode II - Attack of the Clones(120m$) kemur út og er augljóst að hún muni veita Spider-Man harða samkeppni í bíóhúsunum.

Spider-man hefur verið að fá góða dóma og er undirskrifaður mjög ánægður með hana einsog mun koma fram í grein sem kemur á næstu dögum.

Það má líka nefna það að allir geta verið spenntur yfir 21. nóvember 2003 en þá verður kvikmyndin Spider-Man 2 frumsýnd.

*
Top 5 opnunarhelgar allra ´tima.
1. Spider-Man - $ 114.0 Million
2. Harry Potter - $ 90.3 Million
3. The Lost World - $ 72.1 Million
4. Planet of the Apes - $ 68.5 Million
5. The Mummy Returns - $ 68.1 Million

kv. sbs